Leikklúbbur Laxdæla auglýsir:

DalabyggðFréttir

Leikklúbbur Laxdæla óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í skemmtilegu starfi félagsins. Áhugasömum er bent á að kynna sér málið á opnum fundi þriðjudaginn 23. mars frá kl. 20:30 til 01:00. Gildir það bæði um þá sem vilja leika eða að vinna bak við tjöldin. Stjórnin

Auðarskóli á Nótunni

DalabyggðFréttir

Nótan uppskeruhátíð tónlistarskóla á Vesturlandi og á Vestfjörðum fór fram á Hólmavík á laugardaginn var. Auðarskóli sendi söngsveit og harmonikusveit til þátttöku. Sveitirnar stóðu sig báðar mjög vel og fékk söngsveitin sérstaka viðurkenningu fyrir „framúrskarandi flutning“. Það sem vakti einnig mikla athygli annarra gesta var sú mikla aldursbreidd sem var í báðum sveitunum. Nemendur í leik- og grunnskóla sem þátt …

Lífræn byggðaþróun , tilraunaverkefni

DalabyggðFréttir

Fundur um tilraunaverkefni tengt lífrænni byggðarþróun verður í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal kl. 17.00 miðvikudaginn 17. mars. Á fundinn koma Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns og Stefán Gíslason, UMÍS ehf. Environice, Borgarnesi. Erindi Stefáns og Gunnars er að ræða hugsanlega þátttöku Dalabyggðar og bænda í Dölum í tilraunaverkefni um lífræna byggðaþróun sem Vottunarstofan Tún er um þessar mundir að reyna að …

Íslensku safnverðlaunin 2010

DalabyggðFréttir

Ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum til íslensku safnaverðlaunanna skal skilað til Safnaráðs í pósti eða á netfangið safnarad@safnarad.is fyrir 19. apríl 2010. Félag íslenskra safna og safnmanna og Íslandsdeild ICOM standa saman að íslensku safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem með starfsemi sinni þykir skara fram úr. Óskað er eftir ábendingum frá almenningi, stofnunum og félagasamtökum. …

Ungt fólk og lýðræði

DalabyggðFréttir

UMFÍ heldur ráðstefnu um ungt fólk og lýðræði á Laugum í Sælingsdal 7.-9. apríl 2010. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni sem starfa í ungmennaráðum um land allt. Þema ráðstefnunnar er: Lýðræði og mannréttindi. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Ungmennafélagi Íslands

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

57. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. mars 2010 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 09. febrúar 2010.3. Fundargerð sveitarstjórnar frá 25. febrúar 2010.4. Fundargerð sveitarstjórnar ( símafundur ) frá 03. mars 2010.5. Fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 28. janúar 2010.6. Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 07. janúar 2010.7. Fundargerð ársfundar náttúruverndarnefnda frá …

Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010

DalabyggðFréttir

Kjörfundur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu í Dalabyggð verður haldinn laugardaginn 6. mars 2010. Kosið verður í einni kjördeild í sveitarfélaginu, í Héraðsbókasafni Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 22:00 Sérstök athygli er vakin á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd. Aðsetur yfirkjörstjórnar Dalabyggðar á …

Bókasafn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Bókasafnið verður lokað þriðjudagana 9. mars og 16. mars. Opið þriðjudaginn 2. mars eins og venjulega. Endilega komið og birgið ykkur upp af lesefni. Kveðja, Hugrún bókavörður

Aukafundur í sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Aukafundur í sveitarstjórn Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar. 2010 og hefst kl. 15:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Dalabyggð 23. febrúar 2010. ___________________________Þórður Ingólfsson, oddviti.

Heilsuefling starfsmanna MS

DalabyggðFréttir

Í byrjun febrúar fór á stað heilsuefling starfsmanna Mjólkursamsölunnar samhliða markaðssetningu á nýjum próteindrykk sem hlotið hefur nafnið Hleðsla. Starfsmenn voru hvattir til að taka þátt í heilsuátakinu sem stendur yfir í þrjá mánuði. Undirtektir voru góðar og hátt í fjörutíu átakshópar stunda nú Hleðsluátak á öllum starfsstöðvum MS. Í hverjum hóp eru 5 manns með 1 liðsstjóra sem heldur …