Flugeldasala

DalabyggðFréttir

Kæru sveitungar, um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, viljum við minna á hina árlegu flugeldasölu sem fer nú fram í húsnæði okkar við Vesturbraut og verður opin á eftirfarandi tímum: 29. des frá 14:00 – 20:00 30. des frá 12:00 – 22:00 31: des frá 10:00 – 16:00 Með kærri þökk fyrir stuðninginn …

Lokað gamlársdag

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð fimmtudaginn 31.12.2009, Gamlársdag. Gleðilegt nýtt ár! Starfsfólk

Jólaball

DalabyggðFréttir

Jólaball Lionsklúbbs Búðardals verður haldið í Dalabúð, á morgun, þriðjudaginn 29. desember og hefst kl. 17:00. Allir þeir sem eiga afgang af jólakökunum mega koma með þær og setja í púkkið, en boðið verður upp á heitt súkkulaði.

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árið 2010 samþykkt

DalabyggðFréttir

Nú hefur fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 verið samþykkt eftir síðari umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar þann 17. desember sl. Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árið 2010 Áætlunin er lögð fram til síðari umræðu með 11,815 m.kr. afgangi þegar aðalsjóður og B-hluta fyrirtæki eru tekin saman í samstæðureikningi. Veltufé frá rekstri samstæðunnar er 52 m.kr. og er veltufjárhlutfall 1,8. Tekjur A-hluta eru …

Tilkynning frá Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Skrifstofur í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal verða lokaðar þriðjudaginn 22. desember.nk. vegna útfarar hr. Friðjóns Þórðarsonar. Bókasafnið verður opið frá kl. 14:00-19:00. Dalabyggð býður upp á rútuferð til jarðarfararinnar, sem fer fram í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 13:00.Farið verður af stað kl. 9:00 frá Dalabúð. Þeir sem hyggjast nýta sér rútuferðina eru vinsamlegast beðnir um að láta vita fyrir kl. …

Auður kom í Dalina

DalabyggðFréttir

Vilborg Davíðsdóttir kom og las úr bók sinni Auður á sameiginlegum fundi Lionsklúbbsins í Búðardal og Sögufélags Dalamanna, sem haldinn var í Auðarskóla í Búðardal. Þá var Vilborg með glærukynningu sem dýpkaði skilning áheyranda um sögusvið bókarinnar og lífið þessum tíma. Fjörugar umræður urðu upp úr kynningunni og sem var bæði fróðleg og skemmtileg.

Rútuferð á jarðaför Friðjóns Þórðarsonar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð bíður upp á rútuferð á jarðaför hr. Friðjóns Þórðarsonar, sem fer fram í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 22. desember kl. 13:00 Farið verður af stað kl. 9:00 frá Dalabúð. Þeir sem hyggjast nýta sér rútuferðina eru vinsamlegast beðnir um að láta vita fyrir kl. 12:00 á mánudaginn hjá Sveini Gestssyni í síma: 893 6633 eða hjá Helgu Ágústsd. í síma 616-9450. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

51. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 17. desember 2009 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá: 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 08. desember 2009. 3. Fundargerð frá fulltrúaráði Fjölbrautarskóla Vesturlands frá fimmtudeginum 03. desember 2009. 4. Fundargerð Menningarráðs Vesturlands frá 24. nóvember 2009. 5. Tillaga frá Fjölbrautarskóla Vesturlands um framlög sveitarfélaga til verknámsdeilda skólans. 6. …