Í gær, fimmtudaginn 30. mars, var árshátíð Auðarskóla haldin í Dalabúð með glæsibrag fyrir fullum sal. Nemendur hafa eytt mörgum dögum og mikilli vinnu í árshátíðina sína og sást það svo sannarlega. Sýnd voru fjögur leikrit þar sem nemendur lögðu hönd á plóg með ýmsum hætti, sem leikarar, tæknimenn, sviðsmenn, við búningahönnun og leikmyndagerð, svo eitthvað sé nefnt. 1. bekkur …
Erpsstaðir hlutu Landbúnaðarverðlaunin 2023
Það voru hjónin á Erpsstöðum í Dalabyggð, þau Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson sem hlutu Landbúnaðarverðlaunin árið 2023 á Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands sem sett var í morgun. Helga og Þorgrímur hafa búið á Erpsstöðum í 25 ár og alla tíð stundað búskap af bæði alúð og áhuga. Í fréttatilkynningu Bændasamtakanna kemur meðal annars fram að á þeim árum …
Starfsfólk óskast – Dalahótel Laugum
Laus störf í boði á Dalahótel Laugum frá maí 2023: Herbergja- og almenn þrif. Eldhússtarf. Þjónusta í sal. Starfsmaður í þvottahús. Starfsmaður í sundlaug. Starfsmaður á tjaldsvæði. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Karl á netfangið dalahotel@dalahotel.is Sjá einnig: Laus störf
Okkur vantar liðsauka
Starfsfólk við leikskóladeild Auðarskóla Auðarskóli Dalabyggð auglýsir eftir leikskólakennurum eða uppeldismenntuðu starfsfólki til starfa við leikskóladeild skólans. Ef leikskólakennarar fást ekki til starfa kemur til greina að ráða einstaklinga með aðra uppeldismenntun eða starfsreynslu. Um er að ræða 2 tímabundnar stöður í 100% starfshlutfall út maímánuð. Leitað er að einstaklingum sem eru jákvæðir, skapandi og vilja vera virkur hluti liðsheildar. …
Félagsvist og Páskabingó í Tjarnarlundi
Elsta stig Auðarskóla verður með viðburði í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ um páskana. Skírdagur – fimmtudagurinn 6. apríl kl. 19:30 Félagsvist – kostar 1.000 kr.- að vera með. Sjoppa og posi á staðnum. Muna að taka penna með! Laugardagurinn 8. apríl kl. 14:00 Páskabingó – spjaldið kostar 800 kr.- Sjoppa og posi á staðnum. Viðburðirnir eru til styrktar nemendafélags Auðarskóla. …
Árshátíð Auðarskóla 2023
Árshátíð Auðarskóla verður haldin í fimmtudaginn 30. mars kl.17:00 í Dalabúð, 1.500kr.- inn. Fjórar leiksýningar, sjoppa á staðnum og selt í hléi. Allir velkomnir!
Kjötiðnaðarnámskeið – af beini til afurðar –
Tveggja daga námskeið í Miðskógi í Dalabyggð. Laugardaginn 15. apríl kl. 09:00 – 16:00 Sunnudaginn 16. apríl kl. 09:00 – 15:00 Verð: 80.000 kr.- með lambskrokk Verð: 58.000 kr.- ef þátttakandi kemur með lambskrokk Þátttakendur eiga allar sínar afurðir af námskeiðinu! Stéttarfélög greiða námskeiðagjaldið (allt að 100%). Nánari upplýsingar hjá Símenntun (ivar@simenntun.is) Leiðbeinendur eru kjötiðnaðarmeistararnir: Rúnar Ingi Guðjónsson og Jónas …
Auglýsing um afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar Dalabyggðar um athugasemdir við auglýsta aðalskipulagstillögu
Auglýsing um afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar Dalabyggðar um athugasemdir við auglýsta aðalskipulagstillögu: Á 232. fundi sveitarstjórnar, þann 9. mars 2023, var tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda þeim aðilum sem gerðu athugasemdir, afgreiðslu og umsögn sveitarstjórnar um athugasemdir og auglýsa niðurstöðu sveitarstjórnar. Tillaga að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 ásamt umhverfismatsskýrslu var auglýst þann 15. júlí 2022 …
Samvera eldri borgara á Hólmavík 29. mars
Hólmvíkingar hafa boðið eldri borgurum í Dölum og Reykhólum í heimsókn miðvikudaginn 29. mars. Farið verður á rútu frá Silfurtúni kl. 10:30, það kostar ekkert í rútuna. Áætluð heimkoma er 14:30. Að þessu sinni verður boðið upp á Boccia og spjall. Það þarf að skrá sig hjá mér í síma 867-5604 eða tomstund@dalir.is Ég hvet alla að láta eldri borgara …
Vika eftir til að skila inn umsókn í Frumkvæðissjóð DalaAuðs
Við minnum áhugasama á að opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs og Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri veitir aðstoð og ráðgjöf vegna umsókna! Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „DalaAuð“ fyrir árið 2023. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er undir hatti brothættra byggða. Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á …