Samstarfssamningur við FEBDOR undirritaður

DalabyggðFréttir

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi (FEBDOR).

Markmið samningsins er meðal annars að efla starf félags eldri borgara og stuðla að auknu samstarfi milli félagsins og Dalabyggðar.

Með samningnum fær félagið starfsstyrk að upphæð 400.000kr.- ásamt óbeinum styrkjum. Óbeinir styrkir fela m.a. í sér afnot af húsnæði sveitarfélagsins og prentun/ljósritun gagna. Einnig er sveitarfélagið aðili að samkomulagi um afnot elli- og örorkulífeyrisþega af líkamsræktaraðstöðu Umf. Ólafs Pá.

Samningurinn gildir til ársloka 2026 og er það von Dalabyggðar að með samningnum geti félagið sinnt starfi sínu áfram öllum félögum til heilla. 

Samningurinn var samþykktur á 316. fundi byggðarráðs þann 30. nóvember sl.

Það voru þau Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Steinunn Lilja Ólafsdóttir formaður Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi sem undirrituðu samninginn. 

Samningur Félags eldri borgara og Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei