Síðustu viðburðir félags eldri borgara 2023

DalabyggðFréttir

Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi endar árið með tveimur viðburðum í næstu viku.

Þriðjudaginn 12. desember verður farið á Barmahlíð og boðið upp á bingó, veitingar og spjall. Lagt verður af stað frá Silfurtúni kl. 13:00 á einkabílum. Bingóið byrjar kl. 14:00

Fimmtudaginn 14. desember verðum við svo með bingó á Silfurtúni, þar verður líka söngur og jólastemning. Við byrjum kl. 14:00

Megið endilega láta fólk í kringum ykkur vita.

Ferðin á Barmahlíð er ferð sem átti að vera 26.okt en var frestað vegna veikinda.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei