Framtíð bæjarhátíðar – kallað eftir skoðunum

DalabyggðFréttir

Á 35. fundi menningarmálanefndar var tekið fyrir skipulag bæjarhátíðar 2024. 

Frá 2008 hefur bæjarhátíðin „Heim í Búðardal“ verið haldin annað hvert ár (á sléttri tölu).

Nefndin bókaði undir dagskrárliðnum ákveðnar spurningar og er kallað eftir skoðunum íbúa á þeim. 

Nú er verið að halda bæjarhátíðina í níunda skiptið og spurning um hvað íbúum finnst gefast vel eða vanta í tengslum við hátíðina? Hvað vilja íbúar gera eða standa fyrir á hátíðinni og hvaða áherslur vilja íbúar sjá?

Skoðanir vegna ofangreinds, er varðar framtíð bæjarhátíðarinnar, má senda á Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, verkefnastjóra á netfangið johanna@dalir.is

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei