Rafmagnslaust verður frá rofastöð í Álfheimum að Breiðabólstað fimmtudaginn 7.7.2022 frá kl 11:00 til kl 11:20 og frá kl 17:00 til kl 17:20 Athugið að straumlaust verður allan tímann (kl. 11:00 til 17:20) frá og með dælustöð í Fellsenda S-178 að Neðri-Hundadal S-185 og Brekkumúla S-199. Gæti þurft að blikka aftur undir lok straumleysis ef víxla þarf snúningsátt. Nánari upplýsingar …
Ólafsdalur – sumaropnun 2022
Ólafsdalsfélagið verður með sumaropnun í Ólafsdal 10. júlí – 1. ágúst, alla daga kl. 12-17. Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður síðan haldin laugardaginn 16. júlí, sjá m.a. hér: Ólafsdalshátíðin 2022 Fjölbreytt fjölskylduhátíð að vanda (Lalli töframaður, Bjartmar Guðlaugsson o.fl. söngvarar, sýningar, Erpsstaðaís, gönguferð með leiðsögn, hestar, handverk, landnámsskáli og Ólafsdalshappdrætti). Í tilkynningu frá Ólafsdalsfélaginu segir m.a.: „Minjavernd endurreisir nú byggingar, er stóðu …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 222. fundur
FUNDARBOÐ 222. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 30. júní 2022 og hefst kl. 16:00. Fundurinn er aukafundur og sem slíkur boðaður með eins sólarhrings fyrirvara. Athugið að fundurinn er lokaður. Dagskrá: Almenn mál 1. 2206024 – Laugar í Sælingsdal – tilboð Borist hefur tilboð í Laugar. 29.06.2022 Kristján Sturluson, sveitarstjóri. Bendum á að fundurinn er …
Ærslabelgur tekinn í notkun í Búðardal
Íbúar og gestir Dalabyggðar geta verið hoppandi kátir í sumar þar sem nýji ærslabelgurinn í Búðardal er kominn upp og í notkun. Um er að ræða uppblásna hoppudýnu sem verður í gangi frá kl. 09:00 til kl. 22:00 í sumar. Við biðjum ykkur vinsamlegast að virða það að hoppa ekki á belgnum þegar blásarinn er ekki í gangi. Belgurinn er …
Tilnefning: Dalamaður ársins 2022
Í tengslum við bæjarhátíðina „Heim í Búðardal 2022“ hefur verið ákveðið að standa fyrir tilnefningu um Dalamann ársins 2022. Hér fyrir neðan má nálgast slóð á form þar sem er að finna tvær spurningar sem þarf að svara til að atkvæðið sé tekið gilt. Athugið að svör eru ekki rekjanleg niður á þátttakendur. Þetta tilnefningarform verður opið til og með …
Aukaopnun hjá bókasafninu
Ákveðið hefur verið að hafa aukaopnun hjá bókasafninu, fimmtudaginn 30. júní nk. frá kl. 14:00 – 17:00. Eftir það fer bókasafnið í sumarfrí og opnar aftur 9. ágúst. Við minnum á bókabingó sumarsins en hægt er að skrá börn til þátttöku og nálgast bingóspjöld á bókasafninu á fimmtudaginn kemur eða með því að smella hér: Lestrarátak – Bókabingó Héraðsbókasafns Dalasýslu
Útboð: Skólaakstur á leið 8
Dalabyggð auglýsir eftir tilboðum í skólaakstur á leið 8 sem hefst við Hróðnýjarstaði. Skólaárið 2022-2023 er áætluð akstursvegalengd 20 km á dag (2 x 10 km). Skólatími er áætlaður u.þ.b. 180 dagar. Áætlaður nemendafjöldi á akstursleiðinni skólaárið 2022-2023 er 4 börn. Það skal tekið fram að nemendafjöldi og akstursleið geta breyst. Ekið er að morgni samkvæmt eftirfarandi bæjarröð: Hróðnýjarstaðir Nemendur …
Tilkynning frá bókaverði
Vegna færslu milli nýrra tölvukerfa hefur það gerst að fólk er að fá tilkynningar um vanskil og sektir á bókum sem það hefur þegar skilað. Bókavörður biðst velvirðingar á þessu, og mun yfirfara og laga allar færslur og fella niður sektir þar sem það á við, þegar nýtt kerfi er að fullu komið í notkun.
Bókasafnið lokað 23. júní 2022
Því miður er bókasafnið lokað í dag, fimmtudaginn 23. júní
Bókabingó – Lestrarátak í Dalabyggð sumarið 2022
Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar og bókasöfn standa reglulega fyrir lestrarátaki en yfir sumartímann er hætt við að lestur detti niður eða gleymist í fríi og ferðalögum. …