Vinna er hafin við álagningu fasteignagjalda 2023

DalabyggðFréttir

Álagningarhlutfall fasteignaskatts 2023 verður sem hér segir: a) 0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna skv. a-lið 3. gr. laga nr. 4/1995 umtekjustofna sveitarfélaga. b) 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis, skv. b-lið 3. gr. laga nr. 4/1995. c) 1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða skv. c-lið 3. gr. laga nr. 4/1995. Afsláttur af fasteignaskatti …

1.000.000 kr.- til menningarverkefna í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Opið var fyrir umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar frá 2. desember 2022 til og með 14. janúar 2023. Menningarmálanefnd Dalabyggðar tók úthlutun fyrir á 29. fundi nefnarinnar þann 19. janúar sl. Það er greinilegt að fjölbreytt menningarlíf á sér stað í Dalabyggð og er það von nefndarinnar að styrkirnir ýti enn frekar undir að menningarverkefni í héraði fái að blómstra. Í …

Ný gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Á 228. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var samþykkt að gjaldskrá Vatnsveitu Dalabyggðar hækkaði um 5,4% fyrir utan gjöld í 4. gr. þar sem heimæðagjald breytist 1. janúar ár hvert og tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar 1. desember 2022 sem er 176,0 stig. Hækkun gjalda í 4. gr. verði í samræmi við hækkun vísitölu frá fyrra ári. Áfram verður þak á vatnsgjaldi, …

Góð þátttaka á Mannamóti 2023

DalabyggðFréttir

Mannamót fór fram í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 19. janúar sl. Um er að ræða ferðaþjónustusýningu sem er fjölmennasti viðburður ferðaþjónustu á Íslandi. Þar er vettvangur ferðaþjóna til að stofna til viðskipta, mynda tengsl, skoða nýjungar og bera saman bækur. Á Mannamóti gefst ferðaþjónum vítt og breitt um landið tækifæri til að kynna sig á höfuðborgarsvæðinu, en á viðburðinn er …

Viltu vera heimsóknarvinur og láta gott af þér leiða?

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur óskað eftir samstarfi við Rauða krossinn í Dölum og Reykhólahreppi um að auglýsa eftir heimsóknavinum fyrir einstaklinga sem búa á Silfurtúni. Vinaverkefni er eitt elsta og stærsta sjálfboðaliðaverkefni Rauða krossins á Íslandi. Vinir Rauða krossins eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn er það …

Skimun fyrir leghálskrabbameini 9. febrúar

DalabyggðFréttir

Skimun fyrir leghálskrabbameini verður 9. febrúar Konur sem hafa fengið boðsbréf eru hvattar til að panta tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini. Skimunarsögu og dagsetningu á boði má finna á heilsuvera.is Tímapantanir eru í síma 432 1450

Covid-19 örvunarskammtur – janúar 2023

DalabyggðFréttir

Covid-19 örvunarskammtur  –  næst verður bólusett föstudaginn 27. janúar Fólk 60 ára og eldra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er hvatt til að þiggja örvunarskammt af bóluefni við Covid-19 ef fjórir mánuðir eða meira eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Upplýsingar um fyrri bólusetningar má sjá á heilsuvera.is Bóka þarf tíma í bólusetningu í síma 432 1450

9,7 milljónir úr Uppbyggingarsjóði í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) var haldin föstudaginn 20. janúar sl. Heildarúthlutun styrkja var 48.080.000 krónur og var þeim úthlutað á 81 verkefni en alls bárust 121 umsókn í þremur flokkum: Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir, Menningarstyrkir og Stofn- og rekstrarstyrkir menningar. Það er ánægjulegt að segja frá því að 9.700.000kr.- komu í hlut verkefna í Dalabyggð eða 13 verkefni …

Ný heimasíða Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Auðarskóli í Búðardal hefur tekið í notkun nýja heimasíðu. Veffang síðunnar er audarskoli.is. Auðarskóli var stofnaður þann 1. ágúst 2009 við sameiningu allra skólastofnana í Dalabyggð. Skólinn er því samrekinn skóli með fjórar fjárhagslega sjálfstæðar deildir; leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla og mötuneyti. Eins og gefur að skilja er því nokkuð mikið efni sem hýst er á nýrri síðu. Uppfærsla á heimasíðunni …