Aðalfundur sóknar Hjarðarholtskirkju verður haldinn mánudaginn 25. apríl 2022 í safnaðarheimilinu kl.20:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Hvetjum sóknarbörn til að mæta, það verður heitt á könnunni. – Stjórnin
Viðvera menningarfulltrúa 25. apríl
Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV verður með viðveru í Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrinu í Búðardal mánudaginn 25. apríl nk. frá kl.13:00-15:00. Um að gera að hitta á Sigurstein og ræða plön fyrir sumarið varðandi viðburði og fleira. Menningarfulltrúi vinnur að ýmsum samstarfsverkefnum og ráðgjöf varðandi menningarmál. Menningarfulltrúi starfar með uppbyggingarsjóðnum og veitir umsækjendum um menningarstyrki upplýsingar og ráðgjöf. Menningarfulltrúi vinnur einnig með …
Stóri Plokkdagurinn 2022
Sunnudaginn 24. apríl næstkomandi er Stóri plokkdagurinn sem haldinn er af hópnum Plokk á Íslandi. Rúmlega sjöþúsund og fjögurhundruð manns tilheyra samfélaginu Plokk á Íslandi á Facebook og þessi hópur er kominn á fullt í að plokka í sínu umhverfi. Að sögn plokkara felst fegurðin í plokkinu einna helst í því hversu einfalt það er og hversu auðvelt er að taka þátt. …
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar
Aðalsafnaðarfundur Kvennabrekkusóknar verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 21:00 að Fellsenda 1. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Sóknarnefnd Kvennabrekkusóknar
Laust starf: Umsjónarmaður á Fellsenda
Hjúkrunarheimilið Fellsendi auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns. Um er að ræða fullt starf frá 20. júní og er vinnutími 8:00 til 16:00 virka daga. Verkefni húsvarðar eru meðal annars: Annast minniháttar viðhald og viðgerðir og hefur umsjón og eftirlit með stærrri viðhaldsframkvæmdun. Umsjón með bifreiðum Fellsenda Umsjón lóðar Umsjón með sorphirðu/endurvinnslu Akstur með heimilismenn Hæfnfiskröfur: Hafa þjónustulund og vera …
Laust starf: Heimaþjónusta í Dalabyggð
Starfsmann vantar hjá félagsþjónustu Dalabyggðar við heimaþjónustu. Í félagslegri heimaþjónustu er veitt aðstoð við þrif, heimilisstörf og/eða félagslegur stuðningur til að gera viðkomandi kleift að búa á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður. Umsækjandi þarf að vera stundvís, áreiðanlegur, heiðarlegur og hafa góða samskiptahæfileika. Allir eldri en 17 ára (með bílpróf) hvattir til að sækja um. Frekari …
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla – sveitarstjórnarkosningar 2022
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí fer fram hjá sýslumönnum. Hjá afgreiðslu sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður kosið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9:30-13. Dagsetningar utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru 19. apríl, 26. apríl, 28. apríl, 3. maí, 5. maí, 10. maí og 12. maí.
LÓA – Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Opið er fyrir umsóknir í LÓU – Nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Heildarfjárhæð Lóu árið 2022 er 100 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí Háskóla-, vísinda- og iðnaðarráðuneytið hefur umsjón með umsóknarferlinu. Umsóknarformið er rafrænt og í nokkrum skrefum. Helsta breytingin í ár er sú að nú er gert ráð fyrir 30% mótframlagi frá umsækjanda. Áður en umsókn er …
Ungmennaráð fundar 20. apríl nk.
Fundur ungmennaráðs verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Búðardal, miðvikudaginn 20.apríl 2022 og hefst kl. 15:15. Fundurinn fer fram eins og hefðbundinn sveitarstjórnarfundur, þ.e.a.s. hann er opinn áheyrendum en aðeins fulltrúar í ráðinu tjá sig á fundinum. Dagskrá Staðsetning á ærslabelg í Búðardal. Gera drög að bréfum vegna fyrirlestra/erinda/námskeiða. Undirbúningur fyrir fund með sveitarstjórn, sem verður 3.maí.
Íþróttamiðstöð í Búðardal – alútboð
Sveitarfélagið Dalabyggð óskar eftir tilboðum í framkvæmdina: ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Í BÚÐARDAL, Alútboð nr. 2201 Lauslegt yfirlit yfir verkið: Verkið felst í byggingu íþróttamiðstöðvar í Búðardal. Miðstöðin samanstendur af íþróttasal, þjónustukjarna með búningsklefum og lyftingasal ásamt útisundlaug. Heildarstærð íþróttamiðstöðvar er um 1335 m2 og þá er útisvæði sundlaugar með sundlaugakeri, vaðlaug og heitum pottum um 670 m2. Gengið verður inn í íþróttamiðstöð …