Viðvera læknis á Reykhólum færist á miðvikudaga

DalabyggðFréttir

Frá og með næstu viku (viku 37) og um óákveðinn tíma verður viðvera læknis á heilsugæslustöðinni á Reykhólum á miðvikudögum í stað mánudaga eins og verið hefur – næsta koma læknis á Reykhóla verður því miðvikudaginn 14. sept.

Almennar upplýsingar:
Afgreiðsla og tímabókanir virka daga eru í síma 432 1450 – opnunartími kl. 9:00-15:00
Sími á Reykhólum er 432 1460 – opið miðvikudaga kl. 10:00-15:00/16:00 (eftir þörfum).
Rafrænar lyfjaendurnýjanir á föst lyf www.heilsuvera.is
Einnig er hægt að fá endurnýjun föst lyf með því að hafa samband við heilsugæslustöðina.
Vaktsími utan dagvinnutíma er 1700
Neyðarnúmer er 112 – fyrir slys og bráðatilfelli.

– Starfsfólk HVE Búðardal /Reykhólum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei