Vegamál, bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar

SveitarstjóriFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun vegna vegamála á 225. fundi sínum sem haldinn var þann 8. september s.l.

Afrit af bókuninni hefur verið sent til innviðaráðherra, alþingismanna NV-kjördæmis og umdæmisstjóra Vegagerðarinnar.

Dalabyggð er landstórt sveitarfélag með viðamikið vegakerfi. Heildarfjöldi kílómetra í vegakerfinu öllu innan Dalabyggðar telur alls rúmlega 400 kílómetra og eru aðeins 9 sveitarfélög á Íslandi með lengra vegakerfi. Malavegir eru uppistaðan í vegakerfinu í Dalabyggð og er það óásættanleg staða á árinu 2022. Umferð hefur aukist með auknum ferðamannastraumi og er umferðaröryggi allra þeirra sem um vegina fara ógnað meðan ekki er lagt bundið slitlag.
Skólabörn í Dalabyggð þurfa oft á tíðum um langan veg að fara og hafa gæði vega mikil áhrif á lífsgæði þess hóps sem og annarra, bæði heimafólks sem og ferðamanna. Umboðsmaður barna vakti fyrir stuttu athygli Innviðaráðherra á bágu ástandi Vatnsnesvegar í Húnaþingi vestra og er það fullkomlega réttmæt ábending sem Dalabyggð tekur undir en vill jafnframt vekja athygli sama ráðherra, alþingismanna NV-kjördæmis og Vegagerðarinnar á aðstæðum skólabarna í Dalabyggð sem þurfa að hristast á malarvegum innan héraðs á leið í og úr skóla alla daga. Aðstæður barna skipta máli og vegakerfið hefur í því tilliti hlutverki að gegna í dreifbýli Íslands.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei