Sýsluskrifstofan í Búðardal er lokuð fimmtudaginn 12. ágúst.
Uppbyggingarsjóður – umsóknarfrestur til 24. ágúst
Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands vegna styrkja til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Ekki er verið að veita styrki fyrir menningarverkefni í þessari úthlutun. Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2021. Umsóknarferlið fer fram í gegnum rafræna umsóknargátt á vef SSV (www.ssv.is). Aðstoð við umsóknir veita: Ólafur Sveinsson – olisv@ssv.is eða 892-3208 Ólöf Guðmundsdóttir – …
Takmarkanir heimsókna á Silfurtúni taka gildi
Gerum þetta saman – þetta er ekki búið.
Ólafsdalshátíð 2021 aflýst
Þrettándu Ólafsdalshátíðinni sem vera átti laugardaginn 14. ágúst er hér með aflýst vegna COVID fjöldatakmarkana. Áfram verður þó opið í Ólafsdal kl. 12-17 alla daga fram til 15. ágúst. Sýningar, leiðsögn, kaffi, rjómavöfflur, Erpsstaðaís, góðar gönguleiðir og fornminjar. Mikill kraftur hefur verið í framkvæmdum Minjaverndar á staðnum að undanförnu. Þannig standa nú fimm byggingar í Ólafsdal þar sem skólahúsið var …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 207. fundur
FUNDARBOÐ 207. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 12. ágúst 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2104005 – Fjarfundir 2. 2107012 – Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal 3. 2105005 – Fjallskil 2021 4. 2107024 – Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs 5. 2107023 – Uppsögn á samningi vegna …
Stjórnsýsluhús – ræsting
Starf við ræstingu í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal er laust til umsóknar. Leitað er að samviskusömum og vandvirkum einstaklingi. Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð. Starfshlutfall 30%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. september. Umsóknarfrestur er til 19. ágúst. Fyrirspurnir …
Laus störf á Fellsenda
Á hjúkrunarheimilinu Fellsenda er laus störf við ræstingar og í eldhúsi. Hjúkrunarheimilið Fellsendi – afleysing í ræstingar Óskað eftir starfsmanni í afleysingar í ræstingar til 1. febrúar 2022. Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið veitir Jóna Guðrún deildarstjóri á netfangið jonagudrun@fellsendi.is eða í síma 434-1230. Hjúkrunarheimilið Fellsendi – starf í …
Tungugröf á Ströndum – sögurölt
Hin sívinsælu sögurölt halda áfram og á fimmtudagskvöldið kl. 20, verður rölt í Tungugröf við Steingrímsfjörð á Ströndum. Öll eru þar hjartanlega velkomin og aðgangseyrir er enginn. Tungugröf er eyðibýli sem stóð við Tungugrafarvoga, rétt sunnan við vegamót Innstrandavegar og Djúpvegar þar sem hann kemur niður af Arnkötludal við Hrófá. Þar er um margt að ræða og einnig verður rölt …
Miðskógur í Miðdölum – Sögurölt
Fimmtudaginn 15. júlí verður sögurölt um Miðskóg í Miðdölum og hefst á hlaðinu í Miðskógi kl. 20. Röltið er um einn og hálfur kílómeter, en að hluta til á fótinn. Sagt verður frá fyrrum íbúum í Miðskógi, skoðaður stekkur, hugleiðingar um gaddavír, notið útsýnis og fleira. Sögurölt er samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum og Byggðasafns Dalamanna. Allir eru velkomnir í sögurölt, …
Sumarlokun á skrifstofu Dalabyggðar
Við minnum á: Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð 12.-16. júlí og 3.-6. ágúst vegna sumarleyfa. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri. Skrifstofan er opin frá kl.9-13 fimmtudaginn 8. júlí og föstudaginn 9. júlí nk. áður en sumarlokun tekur gildi.