Íbúaþing í Dalabyggð – 26. og 27. mars nk.

DalabyggðFréttir

UM ÍBÚAÞINGIÐ

Dagana 26. og 27. mars nk. er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum samfélagsins í Dalabyggð boðið til íbúaþings.

Með þinginu hefst verkefnið Brothættar byggðir í Dalabyggð.

Þeir sem mæta sjá alfarið um að móta umræðuefni og stefnu þingsins, því íbúar og þeirra hagsmunir eru kjarninn í verkefninu. Þess vegna hvetjum við fólk á öllum aldri til að mæta og hjálpa til við að móta góða framtíð í Dalabyggð.

Verkefnið er samstarf íbúa, sveitarfélagsins, SSV og Byggðastofnunar. Fulltrúar þessara aðila skipa verkefnisstjórn. Brothættar byggðir er verkefni sem hefur gefist vel í öðrum byggðarlögum.

Íbúaþingið er haldið til að móta stefnu fyrir verkefnið Brothættar byggðir í Dalabyggð. Verkefnið spannar fjögur ár og eru skilaboð, áherslur og þátttaka íbúa þungamiðja vinnunnar.

 

STAÐUR OG STUND

Íbúaþingið fer fram í félagsheimilinu Dalabúð.

Laugardaginn 26. mars frá kl.11:00-16:00.
Sunnudaginn 27. mars frá kl.11:00-15:00.

Á þinginu verður boðið upp á léttar veitingar, þar með talið hádegisverð báða dagana. Kaffihlaðborð verður við lok þingsins á sunnudeginum.

Ekki er nauðsynlegt að vera alla helgina, heldur er hægt að taka þátt í skemmri tíma, ef fólk er upptekið.

 

FYRIRKOMULAG

Ekki er fyrirfram mótuð dagskrá heldur geta allir viðstaddir stungið upp á umræðuefnum sem síðan eru rædd í smærri hópum.

Aðferðin kallast Opið rými, eða Open Space á ensku.

Umsjón með íbúaþinginu hefur:
Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI.

 

Íbúar og aðrir sem bera hag byggðarlagsins fyrir brjósti eru hvattir til að velta fyrir sér umræðuefnum og fjölmenna til íbúaþings.

Hlökkum til að sjá ykkur!
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei