Opnun Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Það er með mikilli ánægju sem við bjóðum ykkur að vera við opnun Nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs Dalabyggðar, miðvikudaginn 30. mars nk. kl.16:00 að Miðbraut 11, 370 Búðardal.

Það var um mitt ár 2020 sem byrjað var að leggja drög að stofnun setursins og nú er komið að því að opna það fyrir frumkvöðlum, námsmönnum og öðrum hugmyndaríkum einstaklingum sem geta nýtt sér aðstöðuna og þá aðstoð sem þar er að finna.

Markmið setursins er að efla atvinnulíf í Dalabyggð með sérstaka áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarf ásamt því að skapa samfélag fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem eru að vinna að hugmyndum sínum og vilja fullmóta þær, sem og fyrir þá sem vilja skapa sér sín eigin atvinnutækifæri.

Hugmyndafræðin við stofnun setursins er að byggja upp leiðbeinandi samfélag þar sem notendur setursins geta sótt ráðgjöf, stuðning og fræðslu verkefnum og vinnu í hag.

Íbúum og öðrum áhugasömum er velkomið að líta við og skoða aðstöðuna.

Frekari upplýsingar um setrið má meðal annars finna hér: Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei