Húsnæði fyrir fólk á flótta

DalabyggðFréttir

Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu er von á fjölda flóttamanna til Íslands. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur leitar til sveitarfélaga um þátttöku í móttöku flóttamanna. Á 215. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað:

Dalabyggð hvetur þá sem eru með hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæðisúrræði á svæðinu fyrir flóttafólk á leiðinni til Íslands, sem er að flýja ástandið í Úkraínu, til þess að leggja til húsnæði til að taka við flóttafólki. Fjölmenningarsetur heldur utan um skráningu húsnæðis sem boðið verður flóttafólki.

Samþykkt samhljóða.

Þegar hafa einhverjir íbúar haft samband við Fjölmenningarsetrið varðandi húsnæði í Dalabyggð en hægt er að skrá húsnæði fyrir fólk á flótta hér: Fjölmenningarsetur

Við bendum á að ef íbúar lenda í vandræðum með skráningu húsnæðis er hægt að fá aðstoð við skráningu hjá skrifstofu Dalabyggðar með því að hafa samband við Jóhönnu Maríu, verkefnastjóra með því að senda póst á johanna@dalir.is eða hringja í síma 430-4700.

Hér eru upplýsingar um einstaka safnanir á vegum íslenskra félagasamtaka sem eiga í samstarfi við utanríkisráðuneytið: Við styðjum Úkraínu

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei