Sumarlokun á skrifstofu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

  Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð 12.-16. júlí og 3.-6. ágúst vegna sumarleyfa. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri.  

Sveitarstjórnarfundur unga fólksins 10. júní 2021

DalabyggðFréttir

Á morgun 10. júní kl.15:00 verður haldinn sveitarstjórnarfundur unga fólksins í Dalabyggð. Fundinum verður streymt á YouTube-síðunni „Dalabyggð TV“. Á fundinum taka þátt 7 fulltrúar ungmenna úr sveitarfélaginu en þau hafa sjálf valið dagskrárliði og útbúa tillögur. Dagskrá: Framhaldsskóladeild í Dalabyggð Íþróttamannvirki í Búðardal Úrbætur á skólalóð Umhverfi og ásýnd í Dalabyggð Við hvetjum íbúa til að fylgjast með fundinum: …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 206. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 206. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 10. júní 2021 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 1806009 – Kjör oddvita og varaoddvita 2. 1806010 – Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð 3. 2105019 – Fundir sveitarstjórnar sumarið 2021. 4. 1806011 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar 5. 2105026 – Fjárhagsáætlun …

Rafmagnslaust verður í Saurbæ og Skarðsströnd 9. júní

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður í Saurbæ og Skarðsströnd á morgun 09.06.2021 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna spennaskipta. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Matjurtargarður í Búðardal

DalabyggðFréttir

Minnum aftur á að nú er búið að tæta matjuragarðinn í Búðardal fyrir áhugasama. Gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær, einstaklingar sjá sjálfir um að taka frá reit í matjurtagarði. Gott er að afmarka reitina með sjáanlegum hætti.

Við þurfum fólk til að geta starfrækt Vinnuskólann í sumar

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið hefur rekið Vinnuskóla Dalabyggðar undanfarin ár með góðri þátttöku og árangri. Í ár hefur gengið illa að finna starfsfólk í Vinnuskólann sem er miður því umsóknir frá ungmennum eru margar. Því köllum við eftir aðstoð til að finna starfsfólk í Vinnuskólann svo hægt sé að halda uppi starfsemi hans í sumar. Stefnt er að því að Vinnuskólinn verði starfræktur …

Uppbyggingarsjóður auglýsir eftir umsóknum – umsóknarfrestur til 24. ágúst

DalabyggðFréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands vegna styrkja til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Ekki er verið að veita styrki fyrir menningarverkefni í þessari úthlutun. Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2021. Umsóknarferlið fer fram í gegnum rafræna umsóknargátt á vef SSV (www.ssv.is). Aðstoð við umsóknir veita: Ólafur Sveinsson – olisv@ssv.is eða 892-3208 Ólöf Guðmundsdóttir – olof@ssv.is eða 898-0247 …

Dalaveitur – rof í Miðdölum vegna viðgerðar

Kristján IngiFréttir

Þriðjudaginn 25. maí fer fram viðgerð á dreifikerfi Dalaveitna. Meðan á viðgerð stendur verður netlaust hjá notendum í stærstum hluta Miðdala frá og með Kvennabrekkur, til og með Hundadals. Þar á meðal er fjarskiptamastrið á Sauðafelli og verður því takmarkað GSM-samband við Sauðafelli og suður á Bröttubrekku. Mastrið verður tengt sem fyrst þannig að símasamband komist á sem fyrst. Samband …

Götusópun í Búðardal

DalabyggðFréttir

Á þriðjudaginn næsta, 25. maí hefst götusópun í þorpinu, eru íbúar beðnir um að huga að því að geyma ekki ökutæki eða stærri aðskotahluti úti á götum svo hægt sé að ná sem bestum þrifum.