Samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr.125/1999 fer ráðherra félagsmála með yfirumsjón öldrunarmála. Í því felst áætlanagerð og stefnumótun um málefni aldraðra fyrir landið í heild, sem og eftirlit með framkvæmd laga um málefni aldraðra og reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra.
Ákvæði laga um málefni aldraðra sem varða hjúkrunarheimili, dagdvöl aldraðra og Framkvæmdasjóð aldraðra eru á ábyrgð heilbrigðisráðherra.
Markmið laganna er að tryggja það að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem eðlilegast er miðað við þarfir hvers og eins. Þá er það einnig markmið laganna að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf eins lengi og unnt er, en sé jafnframt tryggð sú stofnanaþjónusta sem þörf er á hverju sinni. Við framkvæmd laganna ber að gæta þess að sjálfsákvörðunarréttur sé virtur og að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna.
Nánari upplýsingar um málefni aldraðra veitir verkefnastjóri fjölskyldumála í síma 430-4700 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið jona@dalir.is