Húsnæðisbætur
Leigjendur geta átt rétt á húsnæðisbótum skv. lögum nr. 75/2016 um húsnæðisbætur. Vinnumálastofnun annast framkvæmd laganna og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta. Almenn afgreiðsla er í höndum Greiðslustofu húsnæðisbóta á Sauðárkróki. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.husbot.is
Sérstakar húsnæðisbætur
Reglur eru um sérstakan stuðning í húsnæðismálum í Dalabyggð, gilda frá 22.ágúst 2017.
Félagslegar leiguíbúðir
Félagslegar leiguíbúðir eru ætlaðar þeim sem eru með tekjur og eignir undir vissum viðmiðunarmörkum og vegna félagslegrar aðstæðna hafa ekki möguleika á að kaupa sér húsnæði, sbr. lög nr. 44/1998 um húsnæðismál.
- Reglur eru um úthlutun leiguhúsnæðis í Dalbyggð, gilda frá 21. febrúar 2012.
- Reglur eru um útleigu á félagslegri íbúð að Gunnarsbraut 11. Aldraðir og öryrkjar eru þar í forgangi.
Ítarefni
- Umsókn um félagslega íbúð – eyðublað
- Reglur um sérstakan stuðning í húsnæðismálum í Dalabyggð
- Reglur Dalabyggðar um úthlutun á leiguhúsnæði
- Reglur um útleigu á Gunnarsbraut 11
- Lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur
- Lög nr. 44/1998, um húsnæðismál
- Greiðslustofa húsnæðisbóta
- Félags- og tryggingamálaráðuneytið
- Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála