Félagsleg liðveisla

Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr.59/1992 skulu sveitarfélög eftir föngum gefa fötluðum einstaklingum kost á liðveislu. Með liðveislu er átt við persónulega aðstoð og stuðning sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta félagslífs og menningar.

Í sérstökum tilvikum skal veita fötluðum einstaklingum frekari liðveislu. Hún felur í sér margvíslega aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs, og getur verið nauðsynleg til að koma í veg fyrir dvöl á stofnun.

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri fjölskyldumála í síma 430-4700 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið jona@dalir.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei