Silfurtún

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún

Gunnarsbraut 8, 370 Búðardal
Sími: 430 4770
Netfang: silfurtun @ dalir.is

Hérna má finna ýmsar upplýsingar sem viðkoma Silfurtúni
Um heimilið

Undirbúningur að byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða í Búðardal hófst upp úr 1980. Fyrsti heimilismaðurinn flutti inn 20. ágúst 1984.
Í fyrstu voru eingöngu leiguíbúðir, en hefur með tímanum orðið að dvalar- og hjúkrunarheimili, auk hvíldarinnlagna.
Uppbygging Silfurtúns var samstarfsverkefni allra átta hreppanna í Dalasýslu.
En eftir sameiningu þeirra er núverandi eigandi og rekstraraðili sveitarfélagið Dalabyggð.
Á Silfurtúni eru í dag 13 heimilismenn.
Leyfi er fyrir 12 einstaklingum; 10 í hjúkrunarrými og 2 í dvalarrými. Auk þeirra eru þrír leigjendur.
Einnig er nokkuð um hvíldarinnlagnir.
Á Silfurtúni eru um 10 starfsmenn.

Eldri borgarar í Dalabyggð eiga þess kost að kaupa heitan mat í hádeginu á Silfurtúni.
Hægt er að velja um að borða í matsal með íbúum eða að sækja matinn og taka með sér heim í bökkum.
Hægt er að skrá sig í fæði ákveðna daga vikunnar.
Nánari upplýsingar og skráning er í síma 430 4770 eða á netfangið silfurtun @ dalir.is.

Vegna COVID-19

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei