Félagsleg ráðgjöf

Félagsmálanefnd Dalabyggðar fer með málefni félagslegrar þjónustu.

Samningur er við Borgarbyggð um þjónustu í barnaverndarmálum. Tímapantanir eru í síma 433 7100 eða 898 9222 milli kl. 9 og 15 virka daga.

Félagsmálanefnd Dalabyggðar heldur utan um félagsþjónustu, undir þann málaflokk falla fjárhagsaðstoð, félagsleg ráðgjöf, félagsleg liðveisla og annar stuðningur við fatlað fólk og fjölskyldur fatlaðra barna, leyfisveitingar vegna daggæslu í heimahúsum og barnavernd. Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri.

Á vegum Félags- og tryggingamálaráðuneytis er starfandi úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála. Þangað er m.a. unnt að skjóta ákvörðun félagsmálanefndar samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Ákvörðun barnaverndarnefndar er unnt að kæra til kærunefndar barnaverndarmála samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei