Félagsleg ráðgjöf

Markmið félagslegrar ráðgjafar er að veita leiðbeiningar og upplýsingar um félagsleg réttindamál og stuðning vegna persónulegs og félagslegs vanda.

Samkvæmt 17.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr.40/1991 tekur félagsleg ráðgjöf m.a. til ráðgjafar varðandi fjármál, húsnæðismál, uppeldismál, skilnaðarmál, þar með talin forsjár- og umgengnismál, ættleiðingarmál o.fl. Ætíð skal beita félagslegri ráðgjöf í samhengi við aðra aðstoð og í samvinnu við aðra aðila sem bjóða upp á slíka þjónustu eftir því sem við á, svo sem skóla og heilsugæslustöðvar.

Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri fjölskyldumála, Jóna Björg Guðmundsdóttir í síma 430-4700 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið jona@dalir.is

ÍTAREFNI:

Lög nr.40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei