Húsnæðismál

Húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem ætlað er að aðstoða einstaklinga sem leigja íbúðarhúsnæði. Húsnæðið getur verið á almennum leigumarkaði, félagslegt húsnæði, leiga á námsgörðum eða á áfangaheimilum. Upphæð húsnæðisbóta ræðst af fjölda einstaklinga á heimili, eignum, innkomu og leiguverði.

Í kjölfar lagabreytinga árið 2017 fór umsjón húsnæðisbóta frá sveitarfélögum og er nú í höndum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Hér er hægt að sækja um húsnæðisbætur:

Húsnæðisbætur | á vef Ísland.is

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Hægt að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning til viðbótar við húsnæðisbætur og er sá stuðningur veittur til einstaklinga sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður.

Nánari upplýsingar um rétt á sérstökum húsnæðisbótum veitir verkefnastjóri fjölskyldumála í síma 430-4700 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið jona@dalir.is

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur ungmenna 15 – 17 ára

Þau ungmenni sem eru á aldrinum 15 – 17 ára og eru í framhaldsskóla fjarri heimili sínu eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum eða leiguherbergi á almennum markaði en njóta ekki réttar til húsnæðisbóta vegna aldurs.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning ungmenna 15 – 17 ára sendist á netfangið magnina@dalir.is

Vinsamlegast athugið að með umsókn þarf að fylgja staðfesting á skólavist, auk afrits af húsaleigusamningi.

ÍTAREFNI:

Reglur eru um sérstakan stuðning í húsnæðismálum í Dalabyggð

Eyðublað – Sérstakur húsnæðisstuðningur fyrir 15-17 ára

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei