Dalir eru fjölskylduvænn áfangastaður, þar er að finna söguslóðir Laxdælu, Sturlungu og Eiríkssögu rauða. Heimsóknir á sveitabæi, silungsveiði í vötnum, góðar gönguleiðir, fuglaskoðun, söfn og sýningar og margt, margt fleira.
Tjaldsvæðið í Búðardal
Tjaldsvæðið er í miðju Búðardals og er á vinstri hönd þegar komið er inn í Búðardal úr suðri eftir þjóðvegi nr. 60. Tjaldsvæðið sem er skjólgott í fallegum trjálundi er opið allt árið.
Nýtt þjónustuhús með heitu og köldu vatni, sturtu og þvottaaðstöðu er á svæðinu.
Aðgangur að rafmagni og losun fyrir þurrsalerni.
Í nágrenninu er verslun, banki, veitingasala, kaffihús, íþróttavöllur, sparkvöllur og leikvöllur.
Vesturbraut, 370 Búðardalur
S: 767-2100
Frekari upplýsingar á www.tjalda.is

Hér má sjá nýtt þjónustuhús á tjaldsvæðinu í Búðardal

Hér má sjá skjólgott tjaldsvæðið í Búðardal
Tjaldsvæðið að Laugum
Tjaldsvæðið er að Laugum í Sælingsdal. Þar er góð aðstaða og þar á meðal er sundlaug, rafmagn auk margra fallegra gönguleiða.
Tjaldsvæðið er staðsett að Laugum í Sælingsdal og er 16 km fyrir norðan Búðardal. Á svæðinu er sundlaug og mjög fallegar gönguleiðir í kring. Lækur rennur í gegnum tjaldsvæðið en svæðið skiptist í nokkrar smærri flatir. Skemmtilegt leiksvæði er í nágrenni.
Á svæðinu er salerni, heitt og kalt vatn og rafmagn.
Laugar í Sælingsdal, 371 Búðardalur
Frekari upplýsingar á www.tjalda.is

Hérna er horft fram að Laugum

Hérna má sjá sundlaugina að Laugum
Á, Skarðsströnd
Tjaldsvæðið Á, Skarðsströnd er staðsett við sunnanverðan Breiðafjörð og þar er mikið náttúrulíf.
Eldra tjaldsvæðið er staðsett á fallegum stað í þéttum birkiskógi nálægt Ártindum sem er falleg klettamyndun. Nýtt tjaldsvæði hefur verið tekið í notkun sem er á heima túni við bóndabæinn Á.
Við eldra tjaldsvæði er klósettaðstaða og vaskar en einungis kalt vatn í boði. Á heimatúni bóndabæjarins Á er búið að endurgera mjólkurhúsið sem hreinlætisaðstöðu með 3 klósettum og heitu og köldu vatni. Rafmagn er í boði á túninu og 24 innstungur eru þar í tveimur kössum. Þar er aðstaða til að elda og borða innandyra en þar er eldavél og örbylgjuofn. Einnig er þvottavél og sturta. Á tjaldsvæðinu er einnig búnaður til að losa úr húsbílum.
Á, Skarðsströnd. 371 Búðardal
S: 663-1420 / 434-1420
Frekari upplýsingar á www.tjalda.is

Hérna má sjá fallega náttúru hjá Á

Hérna má sjá loftmynd af Á
Sælureiturinn Árblik
Í Árbliki er góð sturtuaðstaða og þar er líka lítið eldhús fyrir þá sem vilja komast í slíkt. Losunar aðstaða fyrir ferðasalerni. Rafmagnstenglar eru á tjaldsvæði. Þar eru líka fótboltamörk. Kaffihús er rekið í Árbliki og er hægt að kaupa súpu í hádeginu og vörur frá bændum úr nágrenninu. Opnunartíminn á kaffihúsinu er frá kl. 12.00 til kl. 17.00 til 15. júní. 16. júní til 15. ágúst er opið frá kl. 12.00 til kl. 21.00.
Árblik, 371 Búðardalur
