Vegurinn að heiman er vegurinn heim

Dalabyggð er stórt sveitarfélag með fáa íbúa. Til að samfélagið geti haldið áfram að blómstra og dafna þarf að huga að framtíðinni. Ungt fólk og þátttaka þess í samfélaginu er lykilatriði í vexti og framþróun sveitarfélagsins. Dalabyggð vill kanna hug ungs fólks til  framtíðar búsetu í Dalabyggð. Haft verður samanband við ungt folk sem býr eða hefur búið í Dalabyggð á síðustu árum og það spurt álits. Kristján Elvar Meldal er verkefnastjóri fyrir hönd Dalabyggðar og SSV og er með starfsstöð í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar. Linda Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Dala Auðs, er styður við verkefnið.

Niðurstöður verða nýttar til móta stefnu Dalabyggðar til að koma betur til móts við þarfir ungs fólks innan sveitarfélagsins.

Grundvallarspurningin sem leitað er svars við er”Hvað getur Dalabyggð gert betur”

  1. í þjónustu við ungt fólk í Dalabyggð?
  2. í að fá til baka ungt fólk sem er flutt frá Dalabyggð?
  3. til að laða til sín ungt fólk sem hefur ekki áður búið í Dalabyggð?

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra í tölvupósti á kiddi@ssv.is

 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei