Deiliskipulag

Unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir Búðardal – hafir þú spurningar varðandi deiliskipulag er hægt að hafa samband á skipulag@dalir.is

Í aðalskipulagi eru forsendur fyrir gerð deiliskipulags.
Deiliskipulag nær til einstakra svæða og reita innan sveitarfélagsins og er nánari útfærsla á stefnu og ákvæðum aðalskipulags.
Sveitastjórn ber ábyrgð á og annast gerð þess en það getur einnig verið unnið af landeigendum og framkvæmdaraðilum og á kostnað þeirra.
Í deiliskipulagi er kveðið á um lóðastærðir, byggingarreiti, byggingarmagn, húsagerð, umferðarkerfi, útivistarsvæði og fjölda bílastæða.

Deiliskipulög í Dalabyggð

Hægt er að skoða gildandi deiliskipulög með því að kveikja á „Deiliskipulag“ þekjunni á kortasjá Dalabyggðar.


Þekjan byggir á vefsjá Skipulagsstofnunar, en þar gæti vantað sum eldri deiliskipulög. Ábendingar um slíkt sendist á skipulag@dalir.is.

Öll skipulagsmál Dalabyggðar í vinnslu má skoða á Skipulagsgátt. Þar má einnig skoða feril tillagna (ný skipulög og breytingar) síðan gáttin var tekin í notkun 2023.

Ítarefni

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei