Heimildir um jarðir í Dalabyggð

Tilgangurinn með þessari heimildaskrá er að gera jarðeigendum auðveldara að finna gögn sem tengjast landamerkjum, eignarhaldi og nýtingu jarða í Dalabyggð. Bæjum er raðað í stafrófsröð innan sveitarfélagaskipan eins og hún var um aldamótin 1900.

Ábendingar, leiðréttingar og viðbætur eru vel þegnar á netfangið safnamal@dalir.is.

Skógarstrandarhreppur Hvammshreppur
Hörðudalshreppur Fellsstrandarhreppur
Miðdalahreppur Skarðsstrandarhreppur
Haukadalshreppur Saurbæjarhreppur
Laxárdalshreppur

Heimildir

Jarðavefur Þjóðskjalasafns Íslands

Á jarðavef ÞÍ eru birtar landamerkjabækur sýslumanna, fasteignamat, jarðamat og túnakort.

Í fasteignamati má oft finna ýmsar upplýsingar um jarðir. Sérstaklega skal bent á fasteignamatið 1916-1918. Í undirmatinu er jörðum og húsakosti jarða lýst nokkuð ítarlega og taldir fram kostir og gallar jarða. Þar er má finna landamerki jarða eða tilvísanir í skráð landamerki.

Örnefnaskrár

Örnefnaskrár á Árnastofnun og birtar á vefnum Nafnið.is.

Örnefnaskrár Breiðfirðingafélagsins eru varðveittar á Héraðsskjalasafni Dalasýslu.

Skjalasöfn sveitarstjórna og sýslunefnda

Skjalasöfn sveitarstjórna Skógarstrandarhrepps, Hörðudalshrepps, Miðdalahrepps, Suðurdalahrepps, Haukadalshrepps, Laxárdalshrepps, Hvammshrepps, Fellsstrandarhrepps, Skarðsstrandarhrepps, Klofningshrepps, Skarðshrepps, Saurbæjarhrepps og Dalabyggðar eiga að vera varðveittar á Héraðsskjalasafni Dalasýslu.

Fundargerðarbækur Sýslunefndar Dalasýslu eru varðveittar á Héraðsskjalasafni Dalasýslu.

Sveitarfélög

Alls hafa starfað 13 sveitarfélög á því svæði sem Dalabyggð nær nú yfir. Flest voru þau samtímis 10 á svæðinu.

Skógarstrandarhreppur og Dalabyggð sameinuðust 1. janúar 1998.

Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur sameinuðust 1. janúar 1992 undir nafninu Suðurdalahreppur.

Miðdalahreppur og Hörðudalshreppur sameinuðust 1. janúar 1992 undir nafninu Suðurdalahreppur.

Suðurdalahreppur varð til við sameiningu Hörðudalshrepps og Miðdalahrepps 1. janúar 1992. Varð hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Haukadalshreppi, Laxárdalshreppi, Hvammshreppi, Fellsstrandarhreppi og Skarðshreppi.

Haukdalshreppur varð hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Suðurdalahreppi, Laxárdalshreppi, Hvammshreppi, Fellsstrandarhreppi og Skarðshreppi.

Laxárdalshreppur varð hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Suðurdalahreppi, Haukadalshreppi, Hvammshreppi, Fellsstrandarhreppi og Skarðshreppi.

Hvammshreppur varð hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Suðurdalahreppi, Haukadalshreppi, Laxárdalshreppi, Fellsstrandarhreppiog Skarðshreppi.

Fellsstrandarhreppur náði frá Hafursstöðum að Galtartungu til ársins 1772. Frá 1772 færðust mörkin að Arnarbæli. Þann 1. september 1986 sameinaðist hluti Klofningshrepps Fellsstrandarhreppi og mörkin færðust að Klofningi. Fellsstrandarhreppur varð hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Suðurdalahreppi, Haukadalshreppi, Laxárdalshreppi, Hvammshreppi og Skarðshreppi.

Skarðsstrandarhreppur náði frá Kjarlaksstöðum að Skarði til 1772. Síðan frá Ormsstöðum að Ytri-Fagradal þar til 1. janúar 1918 að Skarðsstrandarhreppur klofnaði í Klofningshrepp og Skarðshrepp.

Klofningshreppur varð til 1. janúar 1918 við klofning Skarðsstrandarhrepps í Skarðshrepp og Klofningshrepp. Mörkin urðu þá frá Ormsstöðum að Ballará. Síðan klofnaði Klofningshreppur um Klofning 1. september 1986 milli Fellsstrandarhrepps og Skarðshrepps. Bæir utan Klofnings fóru í Fellsstrandarhrepp og bæir innan Klofnings í Skarðshreppi.

Skarðshreppur varð til við klofning Skarðsstrandarhrepps í Klofningshrepp og Skarðshrepp 1. janúar 1918. Náði hann þá frá Frakkanesi að Ytri-Fagradal. Þann 1. september 1986 sameinaðist hluti Klofningshrepps Skarðshreppi og mörkin fluttust þá að Klofningi. Skarðshreppur varð síðan hluti af Dalabyggð 11. júní 1994 ásamt Suðurdalahreppi, Haukadalshreppi, Laxárdalshreppi, Hvammshreppi og Fellsstrandarhreppi.

Saurbæjarhreppur náði frá Hvalgröfum að Kleifum til ársins 1772. Frá 1772 voru mörkin flutt að Fagradalsá. Saurbæjarhreppur og Dalabyggð sameinuðust 10. júní 2006.

Dalabyggð varð fyrst til við sameiningu Suðurdalahrepps, Haukadalshrepps, Laxárdalshrepps, Hvammshrepps, Fellsstrandarhrepps og Skarðshrepps 11. júní 1994. Þann 1. janúar 1998 sameinuðust Skógarstrandarhreppur og Dalabyggð. Þann 10. júní 2006 sameinuðust síðan Saurbæjarhreppur og Dalabyggð. Sveitarfélagið Dalabyggð nær nú yfir alla Dalasýslu og Skógarstrandarhrepp í Snæfellsnessýslu, þ.e. frá botni Álftafjarðar að botni Gilsfjarðar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei