Auðarskóli

Auðarskóli var stofnaður þann 1. ágúst 2009. Skólinn varð til við sameiningu allra skólastofnana í Dalabyggð. Skólinn er því samrekinn skóli með fjórar fjárhagslega sjálfstæðar deildir; leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla og mötuneyti.

Menntastefna Dalabyggðar 2024-2029
Menntastefna Dalabyggðar – gæðahandbók

Leikskóli

Leikskólinn er til húsa við Miðbraut í Búðardal. Í leikskólanum er pláss fyrir um 40 börn samtímis. Leikskólinn opnar 7:45 og lokar 16:30. Boðið er uppá vistun í 4-9 klukkustundir.

Gjaldskrár

Grunnskóli

Grunnskólinn er til húsa við Miðbraut í Búðardal og stunda að jafnaði tæplega 100 börn nám þar í 1. – 10. bekk. Kennsla fer að miklu leyti fram í aldursblönduðum hópum.

Gjaldskrár

Tónlistarskóli

Tónlistarskólinn er til húsa í Dalabúð. Þar er boðið upp á fjölbreytilegt tónlistarnám fyrir nemendur á grunnskólaaldri.

Gjaldskrár

Mötuneyti Auðarskóla

Mötuneyti Auðarskóla er rekið í Dalabúð. Mötuneytið sér leik- og grunnskóla fyrir máltíðum alla virka daga.

Gjaldskrár

Skólaakstur

Skólakstur er talsverður í Dalabyggð og er hann í boði fyrir bæði leik- og grunnskólanemendur.

Um skólaakstur í Dalabyggð gilda Reglur um skólaakstur í grunnskóla nr. 656/2009 með síðari breytingum.
Foreldrar/forráðamenn geta óskað eftir að leikskólabörn fái far með skólabílnum eftir því sem pláss leyfir.


Skólastjóri Auðarskóla er Herdís Erna Gunnarsdóttir

Auðarskóli,
Miðbraut 10, 370 Búðardal.
Kt. 510694-2019,
sími 434 1133, fax 434 1406,
netfang audarskoli @audarskoli.is og heimasíða www.audarskoli.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei