Fjárhagsáætlun 2013-2016

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun 2013-2016 var til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar 30. október sl. Áætlunin hefur verið unnin í samvinnu við forstöðumenn deilda sveitarfélagsins og hefur verið rædd á fundi sveitarstjórnar 20. nóvember og á fundum byggðarráðs og nefnda. Gert er ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð öll árin sem áætlunin nær yfir og að hlutfall skulda af árstekjum lækki úr u.þ.b. …

Netþjónusta Símans

DalabyggðFréttir

Samkvæmt upplýsingum Símans er Dalabyggð á áætlun hjá Símanum um uppfærslu búnaðar á fyrsta ársfjórðungi nýs árs. Síminn hefur skoðað aðstæður í Búðardal og séu engar, ófyrirséðar, tæknilegar áskoranir fyrir hendi verður ráðist í uppfærslu á búnaði á fyrsta ársfjórðungi nýs árs. Búðardalur verður þá með fyrstu sveitarfélögum til að fá bætt net á nýju ári. Uppfærslan verður til þess …

Jólabasar Gallerí Fellsenda

DalabyggðFréttir

Jólabasar Gallerí Fellsenda verður laugardaginn 15. desember kl. 14-17. Málverk, glervörur, kerti, jólakort ofl. verða til sýnis og sölu fyrir þá sem hafa áhuga. Kaffi og smákökur verða í boði.

Jólatré í Grafarkotsskógi

DalabyggðFréttir

Slysavarnadeild Þverárþings og Björgunarsveitin Heiðar í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar verða með jólatrjáasölu í Grafarkostsskógi laugardaginn 15. desember og sunnudaginn 16. desember klukkan 12-16. Grafarkotsskógur er við þjóðveg 1, skammt norðan við Munaðarnes. Björgunarsveitarmenn verða á staðnum til að aðstoða fólk við val á jóltréi í skóginum og fella það. Björgunarsveitin sér einnig um að pakka trjánum í net. Eitt …

Vígroði

DalabyggðFréttir

Upplestur og bókakynning Sögufélagsins og Lions verður í Rauðakrosshúsinu fimmtudagskvöldið 13. desember kl. 20:30. Gestur kvöldsins verður Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og mun hún kynna nýju bókina sína, Vígroði. Hún mun lesa valda kafla úr bókinni og sýna myndir frá söguslóðum bókarinnar á Katanesi og í Dölum á Skotlandi. Vígroði er framhald bókarinnar Auður sem kom út árið 2009 og fjallar …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

96. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 13. desember 2012 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. 1212006 – Langey/Stóru-Tungueyjar – Forkaupsréttur2. 1212008 – Bréf Elísabetar Svansdóttur – Lausn frá störfum sem skoðunarmaður Menningar-og framfarasjóð Dalasýslu3. 1208011 – Brekka og Melur – kaupsamningur Fundargerðir til staðfestingar 4. 1211003F – Byggðarráð Dalabyggðar – 117 4.1. 1112029 …

Héraðsbókasafn Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 11. desember kl. 17 mun Svavar Gestsson frá Grund á Fellsströnd lesa upp úr og árita nýja ævisögu sína á Héraðsbókasafni Dalasýslu. Bólin heitir „Hreint út sagt“ og hefur að geyma frásagnir úr einkalífi Svavars, m.a. uppvöxt hans á Fellsströndinni og í Reykjavík. Og síðan um þátttöku hans í stjórnmálasögu 20. aldar, ríkisstjórnarmyndanir, þingmál og margt fleira. Íris Björg …

Kaupfélag Borgfirðinga

DalabyggðFréttir

Dalamenn eru velkomnir í Kaupfélag Borgfirðinga. Félagssvæði þess nær yfir allt Vesturland, frá Hvalfjarðarbotni að Kjálkafirði. Hægt er að sækja um inngöngu á vef KB á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Félagsaðild kostar nú 1.000 kr. Félagsmenn fá afsláttarkort sem gildir í allar verslanir Samkaupa hvar sem er á landinu. Afsláttur er 2% og auk þess sérstök tímabundin tilboð öðru hverju …

Jólatónleikar Vorboðans

DalabyggðFréttir

Árlegir jólatónleikar söngfélagsins Vorboðans verða á aðventusamkomu í Breiðabólsstaðarkirkju á Skógarströnd, laugardaginn 8. desember kl. 15. Kórstjóri Vorboðans og undirleikari er Halldór Þ. Þórðarson og prestur er sr. Gunnar Eiríkur Hauksson í Stykkishólmi.

Lokaskýrslur til Menningarráðs Vesturlands

DalabyggðFréttir

Frestur til þess að skila inn lokaskýrslu vegna verkefna ársins 2012 er laugardagurinn 15. desember. Á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands er að finna upplýsingar og eyðublað til auðveldunar á gerð lokaskýrslu. Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi mun aðstoða ef á þarf að halda. Ef ekki næst að klára verkefnið fyrir þennan tíma er hægt að fara fram á frestun með því að skrifa …