Vígroði

DalabyggðFréttir

Upplestur og bókakynning Sögufélagsins og Lions verður í Rauðakrosshúsinu fimmtudagskvöldið 13. desember kl. 20:30.
Gestur kvöldsins verður Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og mun hún kynna nýju bókina sína, Vígroði. Hún mun lesa valda kafla úr bókinni og sýna myndir frá söguslóðum bókarinnar á Katanesi og í Dölum á Skotlandi.
Vígroði er framhald bókarinnar Auður sem kom út árið 2009 og fjallar um Auði djúpúðgu og fólkið hennar. Vilborg verður með bækurnar sínar til sölu á tilboði og áritar í leiðinni.
Boðið verður upp á kakó og piparkökur, enginn aðgangseyrir.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei