Jólatré við Dalabúð/Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Vegna viðhalds á Dalabúð er jólatré Dalabyggðar að þessu sinni við Auðarskóla, í nágrenni við minnismerkið um Jóhannes á Kötlum og fer vel á því.
Í ár eru 80 ár síðan ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum „Jólin koma“ kom fyrst út. Eru þar ljóðin Jólin koma, Jólasveinarnir, Grýlukvæði, Jólakötturinn og Jólabarnið. Órjúfanlegur hluti af ljóðum Jóhannesar í bókinni eru teikningar Tryggva Magnússonar.
Vart er til sá Íslendingur sem ekki kann nokkur skil á ferðum þeirra Grýlusona um mannabyggðir í desember og hrakfarir Grýlu þegar börnin tóku uppá því að vera þæg. Eru þau ófá börnin (á ýmsum aldri) sem kunna allan jólasveinabálkinn utanað.
„Jólin koma“ er langvinsælasta ljóðabók Jóhannesar og líklega mest lesna íslenska ljóðabókin. Enda fara þar skemmtilega saman forn þjóðtrú, jólasiðir, boðskapur, kímni, góður kveðskapur og teikningar.
Myndir frá því að kveikt var á ljósum jólatrésins eru nú komnar í myndasafnið. Myndirnar tók Björn Anton Einarsson.

Myndasafn

Jóhannes úr Kötlum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei