Afmæliskvöldvaka Skátafélagsins Stíganda

DalabyggðFréttir

Í tilefni af 5 ára afmæli Skátafélagsins Stíganda í Dalabyggð verður haldin risa kvöldvaka þriðjudaginn 4. desember kl. 19:30 í Dalabúð.
Slegið verður saman árlegri jólavöku Stíganda og afmæli núverandi skátafélags. boðið verður upp á skemmtiatriði, söng, leiki ofl. Kvöldvökustjóri er Inga Auðbjörg og búast má við fullt af fjöri. Boðið verður upp á skátakakó og léttar veitingar.
Allir eru velkomnir; systur og bræður, afar og ömmur, frænkur og frændur, mömmur og pabbar og allir hinir.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei