Lokaskýrslur til Menningarráðs Vesturlands

DalabyggðFréttir

Frestur til þess að skila inn lokaskýrslu vegna verkefna ársins 2012 er laugardagurinn 15. desember.
Á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands er að finna upplýsingar og eyðublað til auðveldunar á gerð lokaskýrslu. Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi mun aðstoða ef á þarf að halda.
Ef ekki næst að klára verkefnið fyrir þennan tíma er hægt að fara fram á frestun með því að skrifa stutta áfangaskýrslu til menningarráðsins og senda á netfangið menning@vesturland.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei