Styrkir til atvinnumála kvenna

DalabyggðFréttir

Þann 15. janúar verður opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna. Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki. Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt að 2 milljónum …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

69. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 18. janúar 2011 og hefst kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá:1. Skýrsla sveitarstjóra2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 16. desember 2010.3. Fundargerð byggðarráðs frá 11. janúar 2011.4. Fundargerð Almannavarnanefndar Borgarfjarðar og Dala frá 17. desember 2010.5. Fundargerð stjórnar SSV frá 10. janúar 2011.6. Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 30. desember 2010.7. Dalagisting – fundarboð …

Tómstundabæklingur vor 2011

DalabyggðFréttir

Tómstundabæklingur fyrir tímabilið janúar-maí 2011 er nú komin út og að þessu sinni verður hann eingöngu gefinn út hér á vef Dalabyggðar. Hægt er að nálgast bæklinginn síðu fyrir síðu, til útprentunar eða flétta upp hverjum og einum undir liðnum Mannlíf í Dölum.

Laust starf hjá Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Við Auðarskóla í Tjarnarlundi vantar, vegna forfalla, matráð í 40% starf. Vinnutími er 10.00 – 14.00 mánudag – fimmtudag. Áhugasamir hafi endilega samband við Eyjólf Sturlaugsson skólastjóra í síma 899 7037 eða á netfangið eyjolfur@dalir.is

Söngæfingar

DalabyggðFréttir

Nú er komið að sönghelgunum sem auglýstar voru í nóvember mánuði s.l. Markmiðið er að æfa upp prógramm í stærri og smærri hópum, æfa raddir og eiga saman skemmtilegar helgar. Að lokum er svo áætlað að koma fram bæði sem einn stór hópur og í smærri hópum á Jörfagleði hér í Dalabyggð en hún verður haldin 15. – 20. apríl …

Messur um jól og áramót

DalabyggðFréttir

Messur og helgistundir verða í öllum þremur prestaköllunum í Dalabyggð yfir hátíðirnar. Á aðfangadag jóla verður helgistund á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda kl. 14 og aftansöngur í Hjarðarholtskirkju kl. 18. Á jóladag verður helgistund í Silfurtúni kl. 15 og kertaguðþjónusta í Kvennabrekkukirkju kl. 20:30. Á annan dag jóla verður messað í Breiðabólsstaðarkirkju og Stóra-Vatnshornskirkju kl. 14. Í Staðarhólskirkju kl. 15 og í …

Tómstundabæklingur vor 2011

DalabyggðFréttir

Nú er komið að því að vinna “Tómstundabækling” fyrir vor 2011 í Dalabyggð. Þeir sem vilja auglýsa námskeið og/eða atburð hafi samband við Svölu á netfangið: budardalur@simnet.is eða í síma: 861-4466. Það er óskað eindregið eftir því að allir sem verða með námskeið eða atburði sendi inn svo að framboðið sé á einum stað. Skilafrestur er til þriðjudagsins 28. desember. …

Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Hundaeigendur eru beðnir um að láta ormahreinsa hunda sína hið fyrsta hafi það ekki verið gert þetta árið og skila vottorði til skrifstofu sveitarfélagsins eða biðja dýralækni um að koma vottorði þangað. Samkvæmt samþykkt um hundahald í Dalabyggð  er hundaeigendum í Búðardal skylt að skrá hund sinn á skrifstofu sveitarfélagsins. Eiganda er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu og með öllu er …

Réttin – Ægisbraut 2

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn hefur ákveðið að auglýsa iðnaðarhúsið að Ægisbraut 2 „Réttina“ til leigu. Réttin er óeinangrað iðnaðarhúsnæði, 752 m2 að stærð. Mögulegt getur verið að leigja allt húsnæðið eða hluta þess. Áhugasamir eru beðnir um að senda skriflegt erindi til sveitarstjóra fyrir komandi áramót og lýsa þar hugmyndum sínum um notkun og leiguverð. Þeim sem á fyrri stigum hafa sýnt áhuga …