Hundahald í Búðardal

DalabyggðFréttir

Hundaeigendur eru beðnir um að láta ormahreinsa hunda sína hið fyrsta hafi það ekki verið gert þetta árið og skila vottorði til skrifstofu sveitarfélagsins eða biðja dýralækni um að koma vottorði þangað.
Samkvæmt samþykkt um hundahald í Dalabyggð  er hundaeigendum í Búðardal skylt að skrá hund sinn á skrifstofu sveitarfélagsins.
Eiganda er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu og með öllu er óheimilt að láta hunda ganga lausa.
Eigandi skal einnig ár hvert láta hreinsa hund sinn af bandormum og framvísa á skrifstofu sveitarfélagsins vottorði dýralæknis sem staðfestir að hundurinn sé ekki haldinn smitandi sjúkdómi og hafi verið ormahreinsaður.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei