142. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 15. nóvember 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Hittu heimamanninn – Upplýsingagjöf til ferðamanna 2. Að vestan 2017 – Tölvubréf N4 dags. 10. nóvember 2016 3. Ungmenna- og tómstundabúðir – Ósk um úrbætur og framtíðarskipulag á Laugum 4. Fjárhagsáætlun 2017-2020 Almenn mál – umsagnir og vísanir 5. …
Norræni skjaladagurinn
Héraðsskjalasafn Dalasýslu tekur þátt í norræna skjaladeginum að vanda. Boðið verður upp á kaffi og spjall um matvæli, vinnslu matvæla og ekki síst matarvenjur Dalamanna á Byggðasafni Dalamanna kl. 15 laugardaginn 12. nóvember. Norræni skjaladagurinn hefur verið árviss viðburður frá 2001. Þá kynna skjalasöfn á Norðurlöndum starfsemi sína og heimildir í fórum sínum. Ávallt er tekið fyrir eitt viðfangsefni og …
Stéttarfélag Vesturlands
Signý og Silja frá Stéttarfélagi Vesturlands verða á skrifstofu félagsins, Miðbraut 11 í Búðardal, mánudaginn 14. nóvember kl. 10 -12. Stéttarfélag Vesturlands
Vatnsveita Dalabyggðar
Vegna bilunar geta orðið trufanir á afhendingu neysluvatns í Búðardal og nágrenni í dag og fram eftir kvöldi. Notendur eru beðnir velvirðingar á þessu.
Sumardvöl og barnalán
Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Blessað barnalán á föstudagskvöld og ný sýning Sumardvöl í sveit verður opnuð á Sauðfjársetrinu á sunnudaginn. Því næg tilefni til að sækja Strandamenn heim um helgina. Blessað barnalán Leikritið Blessað barnalán verður frumsýnt í félagsheimilinu á Hólmavík á föstudagskvöldið kl. 20 og einnig eru sýningar á sunnudags- og þriðjudagskvöld. Leikfélag Hólmavíkur setur verkið upp, en Blessað barnalán …
Silfurtún – ræstingar
Auglýst er eftir starfsmanni í 50% stöðu í ræstingum á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er sveiganlegur. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar veitir Kristín Þórarinsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 430 4771 eða á netfangi kristin@dalir.is.
Aðalfundur Æðarvéa 2016
Aðalfundur Æðarvéa 2016 verður haldinn í Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum sunnudaginn 6. nóvember kl 13:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Erla Friðriksdóttir sjórnarmaður í Æðarræktarfélagi Íslands.
Svæðisskipulag og ungt fólk
Svæðisskipulagsnefnd býður ungu fólki úr Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð að eiga stund með skipulagsráðgjöfum hjá Alta til að ræða framtíðarþróun svæðisins mánudaginn 17. nóvember kl. 16:30-19:00 hjá Alta, Ármúla 32 í Reykjavík. Ungmenni (16-25 ára) frá svæðinu sem búa á höfuðborgarsvæðinu eða annarsstaðar á landinu eru velkomin á stundina til leggja fram sína þekkingu, sjónarmið og hugmyndir um framtíðina. Stundinni …
Hárstofan lokuð til vors
Vegna fæðingarorlofs verður Hárstofan lokuð fram á vor.
Íslenskunámskeið fyrir útlendinga í Dalabyggð
Að frumkvæði MS í Búðardal, í samstarfi við Auðarskóla, verður boðið upp á íslenskunámskeið fyrir útlendinga í Dalabyggð. Byrjað verður með tíu skipti, ein klukkustund í senn. Kennt verður í Auðarskóla. Kennari verður Hjördís Kvaran Einarsdóttir, kennari í Auðarskóla og íslenskufræðingur. Kostnaður á hvern þátttakenda eru 15.000 kr. Áætlað er að hefja kennslu í nóvember 2016. Nánari útfærsla á tímasetningu …