Fjártölur vegna fjallskila

DalabyggðFréttir

Byggðarráð samþykkir að sauðfjáreigendum verði gefinn kostur á að leiðrétta opinberar hausttölur miðað við afföll vetrarins, áður en fjallskil verða lögð á. Sauðfjáreigendur skulu hafa samband við fulltrúa í sinni fjallskilanefnd og tilkynna breytingar. Frestur til að skila inn breytingum er til 25. ágúst. Að öðrum kosti verða hausttölur 2015 notaðar við ákvörðun fjallskila.

Rafmagnstruflanir

DalabyggðFréttir

Vegna vinnu Landsnets á flutningskerfi sínu, má búast við rafmagnstruflunum í Dalabyggð og Skógarströnd. Þriðjudaginn 9. ágúst 2016 frá kl. 20 til miðvikudagsins 10. ágúst kl. 6. Og miðvikudaginn 10. ágúst 2016 frá kl. 20 til fimmtudagsins 11. ágúst kl. 6. Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem þessar rafmagnstruflanir kunna að hafa í för með sér fyrir notendur. Bilanasími …

Auðarskóli – stuðningsfulltrúi

DalabyggðFréttir

Stuðningsfulltrúa vantar við Auðarskóla sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Hæfniskröfur eru áhugi á skólastarfi, góð samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í störfum. Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum SDS. Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri í síma 430 4700. Umsóknir ásamt …

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

DalabyggðFréttir

Móttaka heyrnarfræðinga Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands verður föstudaginn 19. ágúst kl. 9-12 við heilsugæslustöðina í Búðardal. Boðið veður upp á heyrnarmælingar, ráðgjöf og aðstoð með heyrnartæki og stillingar. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru í síma 581 3855

Ólafsdalshátíð laugardaginn 6. ágúst

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin laugardaginn 6. ágúst. Aðgangur er ókeypis og fjölbreytt dagskrá í boði. Hátíðardagskrá, Ómar Ragnarsson, Lína langsokkur og margt fleira. Kl. 11:00-12:20 Ferð með nýuppgerðu rútunni Soffíu II (Bedford árgerð 1940) í kringum Gilsfjörð. Leiðsögumaður: Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Reykhólasveit. Mæting kl. 10.45. Kl. 11:00. Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. 1. vinningur: flugmiðar fyrir tvo …

Ólafsdalur sumarið 2016

DalabyggðFréttir

Opið er í Ólafsdal alla daga kl. 12-17 fram til 14. ágúst. Kaffi, vöfflur, Erpsstaðaís o.fl. í boði. Staðarhaldarar eru þeir sömu fyrir Ólafsdalsfélagið og í fyrra, það er Elfa Stefánsdóttir og Haraldur Baldursson. Hafa má samband í síma 821 9931 og á netfanginu elfa@hbt.is Málverkasýning Guðrúnar Tryggvadóttur „Dalablóð“ opnar laugardaginn 23. júlí kl. 14 eins og áður hefur komið …

Dalablóð – Málverkasýning í Ólafsdal

DalabyggðFréttir

Guðrún Tryggvadóttir verður með málverkasýningu í Ólafsdal 23. júlí – 14. ágúst. Á sýningunni „Dalablóð“ fjallar Guðrún um formæður sínar í beinan kvenlegg, þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og hinar sem fluttust suður. Samtals ellefu kynslóðir. Markmið Guðrúnar er að tengjast formæðrum sínum, endurskapa þær með því að mála þær og gefa þeim þannig möguleika á að hittast …

Náttúrubarnaskólinn í Sævangi

DalabyggðFréttir

Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir margvíslegum skemmtilegum viðburðum á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í sumar. Námskeiðum fyrir náttúrubörn á öllum aldri, kvöldgöngum, fuglafjöri, spurningakeppnum, sagnaskemmtunum og mörgu fleira. Á svæðinu í kringum Sævang er fuglalífið ótrúlega fjölbreytt og fuglarnir orðnir vanir mannaferðum. Hægt er að klappa æðarkollunni Kollfríði þar sem hún liggur á hreiðri sínu. Teistur verpa í manngerða kassa þar …

Auðarskóli – grunnskólakennari

DalabyggðFréttir

Vegna óvæntra forfalla vantar grunnskólakennara við Auðarskóla fyrir næsta starfsár. Leiðað er að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar. Menntun og hæfniskröfur Grunnskólakennaramenntun Áhugi á kennslu og skólastarfi Góð samskiptahæfni Frumkvæði og sjálfstæði í störfum Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með …