Laugardaginn 23. apríl mun Benedikt Jónsson flytja erindi um manntöl og manntalsvefinn á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Benedikt Jónsson er ættaður frá Hömrum í Haukadal, var kennari við Laugaskóla og starfar núna á Þjóðskjalasafni Íslands. Sögustundin hefst kl. 15. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna og kaffi á könnunni. Frítt er fyrir börn yngri en 18 ára.
Sveitarstjórn Dalabyggðar 136. fundur
136. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal 19. apríl 2016 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Ársreikningur 2015 2. Leigusamningur Leifsbúð Almenn mál – umsagnir og vísanir 3. Umsögn um rekstrarleyfi Brekkuhvammur 1 4. Umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis Stóra-Vatnshorn 5. Frumvörp til umsagnar 6. Félag sauðfjárbænda – Ályktun frá aðalfundi 2016 7. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – …
Davíðsmótið 2016
Davíðsmótið í tvímenning í bridge verður haldið í Tjarnarlundi í Saurbæ laugardaginn 23. apríl kl 13. Keppnisstjóri verður Þórður Ingólfsson. Þeir sem hafa áhuga að vera með hafi samband við Guðmund í síma 434 1521 eða á netfangið kjarlak@simnet.is. Þátttökugjald er 3.000 kr á par. Kaffiveitingar.
Sýning í Nesoddahöllinni
Krakkarnir sem hafa verið á reiðnámskeiði hjá Sjöfn Sæmundsdóttur í vetur ætla að vera með sýningu í reiðhöllinni í dag, föstudaginn 15. apríl og hefst sýningin kl. 18. Þrír hópar barna munu sýna ykkur listir sínar og hvað þau hafa verið að læra hjá Sjöfn. Allir eru hvattir til að koma í reiðhöllina og fylgjast með þeim; foreldrar, systkini, afar, …
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Vegna starfsdags verða skrifstofur Sýslumannsins á Vesturlandi lokaðar mánudaginn 18. apríl. Ólafur K. Ólafsson sýslumaður verður með viðtalstíma í Búðardal á milli kl. 10:00 og 14:00 þriðjudaginn 19. apríl. Tímapantanir eru í síma 458 2300, einnig er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið oko@syslumenn.is
Íbúafundur
Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 12. apríl og hefst kl. 20. Dagskrá 1. Ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2015 2. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2016 Umræður og fyrirspurnir 3. Kaffihlé 4. Endurvinnslukortið: Flokkun – ekkert mál! 5. Sögualdarsýning í Leifsbúð Kjartan Ragnarsson kynnir hugmyndir sínar
Flokksstjóri vinnuskóla
Starf flokksstjóra við Vinnuskóla Dalabyggðar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri, hafi reynslu af því að að vinna með börnum og hafi bíl til umráða. Umsóknareyðublöð eru á www.dalir.is og á skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 29. apríl.
Vinnuskólinn
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 6. júní til 31. júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2000 – 2003. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu (www.dalir.is) og skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.
Silfurtún – matráður
Matráður óskast til starfa sem fyrst á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Eyþór J. Gíslason rekstrarstjóri í síma 898 1251.
Rúlluplast
Söfnun á rúlluplasti verður dagana 13.-15. apríl. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Mikilvægt er að baggabönd og net séu sett sér í glæra plastpoka og vel aðgreinanleg frá rúlluplasti. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og …