Félagsleg liðveisla

DalabyggðFréttir

Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Dalabyggð. Við leitum að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn/unglinga. Við leitum að hressum einstaklingi, 18 ára eða eldri. Sveigjanlegur vinnutími en um er að ræða 12-16 tíma á mánuði. Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega …

Allir lesa í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmannaeyingar í efsta sæti en Dalabyggð stóð sig vel og hafnaði í 14. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar en …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 132. fundur

DalabyggðFréttir

132. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 19. janúar 2016 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Leifsbúð – þjónustusamningur 2016 2. UDN – Viðaukasamningar 3. Krossholt, urðunarstaður – Samningur um eftirlit Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Brunavarnaáætlun – bréf Mannvirkjastofnunar Fundargerðir til staðfestingar 5. Fundargerð 37. fundar félagsmálanefndar 6. Byggðarráð Dalabyggðar – 167 7. …

Skólastjóri Auðarskóla – umsækjendur

DalabyggðFréttir

Fimm umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Auðarskóla sem auglýst var um miðjan desember. Umsóknarfrestur var til 5. janúar 2016. Umsækjendur eru eftirfarandi í stafrófsröð: Haraldur Reynisson, Hlöðver Ingi Gunnarsson, Jón Einar Haraldsson, Valgeir Jens Guðmundsson og Þorkell Cýrusson. Hagvangur mun taka forviðtöl við umsækjendur í kring um næstu helgi. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 12. janúar að sveitarstjóri og fulltrúi …

Félagsstarf eldri borgara

DalabyggðFréttir

Dagskrá Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi fram til vors er nú tilbúin. Á dagskrá eru gönguferðir, spjall, líkamsrækt auk dagskrár á fimmtudögum. Janúar – apríl 2016 Mánudagar Gönguhópur og spjall á Silfurtúni Kóræfingar kl. 17:00 Þriðjudagar Kaffisopi og spjall á Silfurtúni kl. 10:30-11:30 Sund á Laugum kl. 15:30-17:00 Miðvikudagar Aðgangur í tækjasal Umf. Ólafs páa 11:00-13:00 Fimmtudagar Félagsvist …

Húsaleigubætur 2016

DalabyggðFréttir

Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum skv. lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Umsóknir um húsaleigubætur þurfa að berast skrifstofu Dalabyggðar fyrir 18. janúar 2016. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar. Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknarblöð eru á heimasíðu Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins. Með umsókn skulu fylgja frumrit þinglýsts húsaleigusamnings, íbúavottorð frá þjóðskrá, staðfest afrit skattframtals …

Bingó í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur bingó í Árbliki sunnudaginn 17. janúar kl. 14. Bingóspjaldið kostar 800 kr. Allur ágóði rennur til góðra málefna í Dölum.

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla stendur fyrir félagsvist í Árbliki föstudaginn 8. janúar kl. 20. Aðgangseyrir er 1.000 kr fyrir fullorðna, en frítt fyrir 14 ára og yngri. Innifalt í aðgangseyri eru kaffiveitingar að lokinni spilamennsku.

Leifsbúð – þjónustusamningur

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur endurnýjað þjónustusamning við Valdísi Gunnarsdóttur um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Leifsbúð en hún hefur séð um reksturinn frá 1. mars 2014. Með nýjum samningi eru settar nýjar áherslur. Dregið er úr vægi upplýsingamiðlunar til ferðamanna yfir vetrartímann en aukin áhersla lögð á kynningarmál og samvinnu ferðaþjónustuaðila. Þjónusta við félag eldri borgara verður óbreytt frá fyrra ári. Á tímabilinu 1. …

Lýsing á deiliskipulagstillögu á Laugum

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 15. desember að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Laugar í Sælingsdal er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjölbreytt náttúrufar og landslag til náttúruskoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur á svæðinu til húshitunar og til heilsuræktar. Laugar eru um 50 ha að stærð …