Lýsing á deiliskipulagstillögu á Laugum

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 15. desember að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Laugar í Sælingsdal er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjölbreytt náttúrufar og landslag til náttúruskoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur á svæðinu til húshitunar og til heilsuræktar. Laugar eru um 50 ha að stærð og eru að stærstum hluta í sameign Dalbyggðar og einkaðila.
Helstu markmið með gerð deiliskipulags fyrir svæðið er:
· að efla Laugasvæðið sem almennan ferðamannastað með því að skapa möguleika á aukinni starfsemi og uppbyggingu á svæðinu.
· að skapa möguleika á áhugaverðri frístundabyggð sem fellur sem best að umhverfinu.
· að valda sem allra minnstri röskun á náttúrulegu umhverfi.
· að skapa sem besta aðstöðu til almennrar útivistar og náttúruskoðunar.
· að auka fjölbreytileika á svæðinu, bæði í þjónustu og umhverfi.
Lýsingin er birt á heimasíðu Dalabyggðar, Skessuhorni og á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal. Upplýsingar eru einnig veittar hjá skipulagsfulltrúa Dalabyggðar á sama stað.
Ábendingum við lýsingu skal skila skriflega til skipulags og byggingarfulltrúa Miðbraut 11, Búðardal á netfangið bogi@dalir.is eigi síðar en 31. janúar 2016.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei