Leifsbúð – þjónustusamningur

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur endurnýjað þjónustusamning við Valdísi Gunnarsdóttur um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Leifsbúð en hún hefur séð um reksturinn frá 1. mars 2014.
Með nýjum samningi eru settar nýjar áherslur. Dregið er úr vægi upplýsingamiðlunar til ferðamanna yfir vetrartímann en aukin áhersla lögð á kynningarmál og samvinnu ferðaþjónustuaðila. Þjónusta við félag eldri borgara verður óbreytt frá fyrra ári.
Á tímabilinu 1. janúar til 30. apríl og 1. október til 31. desember verður upplýsingamiðstöðin lokuð, en opnað verður fyrir hópa. Á tímabilinu 1. maí til 30. september verður upplýsingamiðstöð opin frá 10 til 18 alla daga.
Samningurinn gildir fyrir árið 2016.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei