Laxdæla fyrir börn

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 15. mars kl. 15 verður barnvæn sögustund í samræmi við tillögur yngri kynslóðarinnar, Laxdæla fyrir börn (á öllum aldri). Fjallað verður þar einkum um Laxdælinga í Laxdælu; þ.e. börn, þræla, hjú, bændur, galdramenn og drauga. Þá verður og velt fyrir sér bæjarheitum, örnefnum og staðháttum eins og þeir koma fyrir í sögunni. Börn á öllum aldri eru velkomin. Aðgangseyrir …

Dreifnámsdeild í Búðardal

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 11. mars kl. 17 mæta fulltrúar Menntaskóla Borgarfjarðar og kynna starfsemi dreifnámsdeildarinnar í Búðardal og mögulegt námsframboð. Fundurinn verður í Auðarskóla. Foreldrar og nemendur í 8. – 10. bekk eru hvattir til að mæta.

Sóum minna – nýtum meira

DalabyggðFréttir

Ráðstefna um lífrænan úrgang verður haldin 20. mars kl. 10-17 í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þar verður fjallað á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu. Í hádegishléi verður í boði léttur málsverður. Viðfangsefni ráðstefnunnar er nýting þeirra verðmæta sem felast í lífrænum úrgangi. Fjallað verður um hugtökin úrgang og hráefni …

Endurvinnslukort Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð gerði fyrir nokkru samning við Náttúran.is um gerð endurvinnslukorts á vef Dalabyggðar. Er það nú komið á vefinn. Tilgangur endurvinnslukortsins er að: · fræða almenning um endurvinnslu · hvetja fólk til að minnka magn óflokkaðs sorps í heimilistunnum · gefa yfirlit um hvar á landinu er tekið við hverjum endurvinnsluflokki. Endurvinnslukort sveitarfélaganna fela m.a. í sér eftirfarandi þjónustu: • …

Blak í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Búið er að gera aðstöðu fyrir blak í Dalabúð. Hafi einhver áhuga á að smala í hóp og spila blak þar, þarf bara að hafa samband við íþrótta- og tómstundafulltrúa með framhaldið. Netfangið er tomstund@dalir.is

Íbúafundur

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 17. mars verður haldinn íbúafundur um ljósleiðaramál í Dalabúð og hefst hann kl. 20:00. Á fundinn mætir m.a. Haraldur Benediktsson Alþingismaður, formaður starfshóps um alþjónustu í fjarskiptum og mun hann kynna niðurstöðu starfshópsins. Vonast er til að niðurstöðurnar leiði til átaksverkefnis um lagningu ljósleiðara um dreifbýli landsins. Dalamenn þurfa að taka höndum saman til að tryggja að dreifbýli Dalabyggðar …

N-ið í UDN – Nágrannar handan Gilsfjarðar

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 8. mars kl. 15 mun Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal segja frá mannlífi og sögu í Austur-Barðastrandarsýslu í sögustund á Byggðasafni Dalamanna. Austur-Barðastrandarsýslu nær frá sýslumörkum við Dalasýslu í botni Gilsfjarðar að Kjálkafirði í vestri, auk fjölda eyja. Sýslan er nú eitt sveitarfélag (Reykhólahreppur), en áður voru þar fimm hreppar. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er 500 kr. …

Deiliskipulag Skáleyjar á Hvammsfirði.

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 17. febrúar 2015 að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing deiliskipulagstillögunar felur í sér eftirfarandi; Skáley er staðsett á innanverðum Hvammsfirði nærri Dagverðarnesi í Dalabyggð. Í Skáley eru engar nýtanlegar byggingar lengur og er fyrirhugað að byggja frístundarhús, bátaskýli ásamt bryggju fyrir heilsársnotkun. Megin markmið deiliskipulagsins er að fá gistimöguleika …

Sögustund – Saura-Gísli

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 1. mars kl. 15 mun safnvörður segja frá Saura-Gísla og samferðamönnum hans. Gísli Jónsson var fæddur 8. apríl 1820 í Rauðbarðaholti. Hann var sjöunda barn Jóns betri Jónssonar og Helgu Helgadóttur þar á bæ. Gísli var lengst af bóndi á Saurum í Laxárdal, en einnig nokkur ár á Sauðafelli í Miðdölum. Kona hans var Kristín Jóhannesdóttir frá Saurum, auk …

Töltmót Glaðs

DalabyggðFréttir

Töltmóti Glaðs verður laugardaginn 28. febrúar í Nesoddahöllinni og hefst stundvíslega klukkan 13. Keppt í polla-, barna-, unlinga-, ungmenna, karla- og kvennaflokkum ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar um fyrirkomulag keppni, skráningu og annað er að finna á heimasíðu Glaðs. Glaður