Sögustund – Saura-Gísli

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 1. mars kl. 15 mun safnvörður segja frá Saura-Gísla og samferðamönnum hans.
Gísli Jónsson var fæddur 8. apríl 1820 í Rauðbarðaholti. Hann var sjöunda barn Jóns betri Jónssonar og Helgu Helgadóttur þar á bæ.
Gísli var lengst af bóndi á Saurum í Laxárdal, en einnig nokkur ár á Sauðafelli í Miðdölum. Kona hans var Kristín Jóhannesdóttir frá Saurum, auk þess sem barnsmæður hans voru nokkrar.
Gísli er þekktastur fyrir fjölmörg málaferli með mismiklum flækjustigum. Sjaldnast gekk síðan greiðlega að ná honum til refsinga.
Gísli fluttist til Vesturheims 1876 og dó þar 12. desember 1894, 74 ára gamall.
Árið 1937 kom út Saura-Gísla saga eftir Oscar Clausen.
Allir eru velkomnir og aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna.

Þeir sem hafa áhuga á að fara í sund samhliða sögustund hafi samband við Gunnar Má með góðum fyrirvara á netfangið gunnarmar@umfi.is eða síma 777 0295 / 434 1465.

Byggðasafn Dalamanna – Fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei