Styrktarsamningar UDN

DalabyggðFréttir

Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) hefur leitað eftir styrktaraðilum í Dölum og Reykhólasveit.
Fyrsti styrktarsamningurinn hefur verið gerður við Samkaup-Strax. UDN fær 200.000 kr. styrk frá fyrirtækinu og verða þeir peningar notaðir til kaupa á nýjum íþróttabúningum. Samkaup-Strax voru fyrstir til af þeim sem leitað hefur verið til.
UDN leitar enn að fleiri styrktaraðilum til uppbyggingar á starfsemi félagsins. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðna Albert Kristjánsson framkvæmdastjóra UDN. Netfangið er udn@udn.is
Vinstra megin eru frá Samkaup-Strax Ingvar Bæringsson verslunarstjóri og Ómar Jónsson. Hægra megin eru frá UDN Jenny Nilsson formaður og Guðni Albert Kristjánsson framkvæmdastjóri.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei