Íbúafundur

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 17. mars verður haldinn íbúafundur um ljósleiðaramál í Dalabúð og hefst hann kl. 20:00.
Á fundinn mætir m.a. Haraldur Benediktsson Alþingismaður, formaður starfshóps um alþjónustu í fjarskiptum og mun hann kynna niðurstöðu starfshópsins.
Vonast er til að niðurstöðurnar leiði til átaksverkefnis um lagningu ljósleiðara um dreifbýli landsins. Dalamenn þurfa að taka höndum saman til að tryggja að dreifbýli Dalabyggðar verði fremst í röðinni þegar kemur að verkefninu.

Dagskrá

1. Setning.
2. Haraldur Benediktsson Alþingismaður og formaður starfshóps um alþjónustu í fjarskiptum. Mun hann kynna niðurstöðu starfshópsins.
3. Guðmundur Halldórsson á Vogi. Þörf fyrir bætta nettengingu frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar.
4. Bryndís Karlsdóttir bóndi á Geirmundarstöðum. Þörf fyrir bætta nettengingu frá sjónarhóli bænda.
5. Steinþór Vigfússon ferðaþjónustubóndi á Hótel Dyrhólaey í Mýrdal. Lagning ljósleiðara um Mýrdal, hvað gekk vel og hvað mátti gera betur?
6. Kaffihlé.
7. Jóhannes Eyberg Ragnarsson bóndi, Hraunhálsi í Helgafellssveit. Lagning ljósleiðara um Helgafellssveit, hvað gekk vel og hvað mátti gera betur?
8. Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
9. Umræður og fyrirspurnir.
Fundarslit
Sveitarstjórn Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei