Laus störf á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Fellsendi hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmenn í aðhlynningu og ræstingar. Um er að ræða bæði fastar stöður og í afleysingar. Ræstingar eru unnar í dagvinn, en aðhlynning er í vaktavinnu. Nánar upplýsingar veiti Jóna Helga Magnúsdóttir í síma 866 9915. Einnig er hægt að hafa samband á netfangið jona@fellsendi.is Fellsendi

Rafmagnslaust í Suðurdölum

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður í dag, fimmtudaginn 27. nóvember frá Álfheimum að Breiðabólsstað og Giljalandi kl. 13:30 – 15:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa.

Jólatré við Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 1. desember kl. 17:30 verður kveikt á ljósum jólatrésins við Auðarskóla. Jólasveinar hafa boðað komu sína á svæðið og að venju verður dansað og sungið. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur.

Jólamarkaður Lionsklúbbs Búðardals

DalabyggðFréttir

Árleg sala Lionsfélaga á ýmsum jólavarningi verður með öðru sniði nú í ár. Jólamarkaður verður í Leifsbúð 28. nóvember – 1. desember. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á markaðinn geta haft samband við neðangreinda félaga og þá verður komið heim til viðkomandi. Ágóði af sölu Lions fer í góð málefni bæði hér í héraði og eins á …

Stéttarfélag Vesturlands – breytt viðvera

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands verður opin í næstu viku þriðjudaginn 2. desember í stað fimmtudags. Signý Jóhannesdóttir mun sjá um opnunina. Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands að Miðbraut 11, Búðardal er almennt opin annan hvorn fimmtudag kl. 9:30-12:30. Síminn í Búðardal er 430 0435. Aðalskrifstofa er á Sæunnargötu 2a í Borgarnesi og er opin alla virka daga kl. 8:00 – 16:00. Síminn í …

Reisur Árna frá Geitastekk

DalabyggðFréttir

Í stað áður auglýstrar sögustundar um Kaupfélag Saurbæinga verður sagt frá Árna Magnússyni bónda frá Geitastekk í Hörðudal. Árið 1753, þá 27 ára gamall, fór Árni til Danmerkur og þaðan lá leið hans víða um heim. Hann fór meðal annars til Kína og var talinn víðförlastur Íslendinga á þeim tíma. Allir eru velkomnir, aðgangseyrir er 500 kr fyrir fullorðna. Byggðasafn …

Viðurkenning fyrir umhverfismál

DalabyggðFréttir

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 18. nóvember sl. fékk Svavar Garðarsson í Búðardal afhenta viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf á sviði umhverfismála í Dalabyggð. Í máli Jóhannesar H. Haukssonar oddvita kom fram að Svavar hafi haft frumkvæði að því að sveitarstjórn ráðstafar fjármagni árlega til sjálfboðavinnuverkefna og hafi sjálfur verið einstaklega duglegur að sækja í sjóðinn til ýmissa umhverfisverkefna í Búðardal. Ákvörðun …

Rúllupylsukeppnin 2014

DalabyggðFréttir

Slow Food á Íslandi og Þaulsetur sf. standa fyrir keppni í gerð rúllupylsu í Þurranesi í Saurbæ laugardaginn 22. nóvember kl. 14. Dómarar verða meðal annars Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Ísland og Kjartan H. Bragason frá Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna. Að gera rúllupyslu úr kindakjöti er gömul og góð hefð á íslenskum heimilum. Keppnin er haldin til að viðhalda og …

Skráning lögheimilis

DalabyggðFréttir

Þjóðskrá Íslands gefur út íbúaskrá miðað við 1. desember ár hvert og því er mikilvægt að allir einstaklingar séu með lögheimili sitt skráð á þeim stað sem þeir hafa fasta búsetu. Allir þeir sem eiga eftir að tilkynna breytingu á lögheimili þurfa að gera það fyrir lok nóvember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrána. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 119. fundur

DalabyggðFréttir

119. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 18. nóvember 2014 og hefst kl. 17:30. Dagskrá Almenn mál 1. 1409005 – Afhending viðurkenningar í tilefni dags náttúrunnar 2. 1410027 – Starfsemi Arion banka í Búðardal 3. 1411008 – Umferðaröryggi í Búðardal – bréf foreldrafélags Auðarskóla Fundargerðir til staðfestingar 4. 1410002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 150 5. 1410022 …