Folaldasýning

DalabyggðFréttir

Hrossaræktarsamband Dalamanna stendur fyrir folaldasýningu í reiðhöllinni í Búðardal laugardaginn 15. nóvember og hefst sýningin kl. 11. Æskilegt er (en ekki nauðsynlegt) að folöld verði skráð fyrirfram í sýninguna hjá Sigurði á Vatni á netfangið siggijok@simnet.is. Þátttökugjald er ekkert. Hrossaræktendur og folaldaeigendur eru hvattir til að taka þátt og sýna folöld sín.

Glímumót í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Fyrsta umferð í meistaramótaröð Glímusambands Íslands fer fram í Dalabúð laugardaginn 15. nóvember og hefst keppni kl 13. Mótið er hluti af meistaramótaröð Glímusambands Íslands.Dalamenn eru hvattir til að fjölmenna og hvetja glímumenn frá Glímufélagi Dalasýslu. Glímusamband Íslands

Gerð styrkumsókna

DalabyggðFréttir

Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum? Í vinnusmiðjunni verður farið yfir undirstöðuatriði í gerð umsókna um styrki í innlenda sjóði. Farið verður yfir undirbúning fyrir umsóknir og hvernig styrkumsóknir eru ritaðar. Að vinnusmiðjunni lokinni gefst þátttakendum kostur á að skrifa umsókn og skila til leiðbeinanda innan 14 daga. Leiðbeinandi fer yfir umsóknina, rýnir hana og …

Raunfærnimat

DalabyggðFréttir

Viltu fá starfsreynslu og vel leyst lífsverkefni metin til framhaldsskólaeininga?Raunfærnimat er fyrir þá sem hafa reynslu og þekkingu á ákveðnu sviði án þess að hafa viðurkenningu úr formlega skólakerfinu. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður upp á raunfærnimat fyrir – leikskólaliða – mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af vinnu með börnum. – félagsliða – mat og staðfesting á þekkingu og …

Norræni skjaladagurinn – Vesturfarar

DalabyggðFréttir

Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með sýningu í tilefni norræna skjaladagsins sunnudaginn 9. nóvember frá kl. 14 í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Yfirskrift skjaladagsins að þessu sinni er „Vesturfarar“. Fjallað verður um Dalamenn í Vesturheimi og áhersla lögð á fyrstu kynslóðina. Þegar farið er að skoða sögu vesturfaranna vakna upp margar spurningar. Hvers vegna var farið, hvers vegna ekki? Hverjir …

Stéttarfélag Vesturlands

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands að Miðbraut 11, Búðardal er opin annan hvorn fimmtudag kl. 9:30-12:30. Síminn í Búðardal er 430 0435. Í þessari viku verður þó opið miðvikudaginn 5. nóvember kl. 9:30-12:30. Fram að áramótum verður viðvera í Búðardal fimmtudaganna 20. nóvember, 4. desember og 18. desember. Aðalskrifstofa er á Sæunnargötu 2a í Borgarnesi og er opin alla virka daga kl. …

Karlakórar á Laugum

DalabyggðFréttir

Karlakórinn Kári og Karlakór Kjalnesinga halda tónleika í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal laugardaginn 8. nóvember kl. 16. Stjórnendur kóranna eru Hólmfríður Friðjónsdóttir og Örlygur Atli Guðmundsson. Enginn aðgangseyrir er á tónleikanna.

Haustfagnaður FSD -úrslit

DalabyggðFréttir

Að vanda var keppt í ýmsu á haustfagnaði FSD nú um helgina. Hafliði Sævarsson varð Íslandsmeistari í rúningi. Monika og Halldór í Rauðbarðaholti áttu besta hrútinn. Helstu úrslit eru hér að neðan. Rúningur 1. Hafliði Sævarsson, Fossárdal. 2. Julio Cesar Gutierrez, Hávarsstöðum. 3. Þórarinn Bjarki Benediktsson, Breiðavaði. Bestu 5 vetra ærnar 1-2. Aska 09-745 frá Klifmýri með 115,3 í einkunn. …

Umferðaröryggi í Búðardal

DalabyggðFréttir

Á íbúafundi sem haldinn var í Dalabúð 23. september sl. kynntu starfsmenn Vegagerðarinnar tillögur sínar um aðgerðir til að auka umferðaröryggi á og við Vestfjarðaveg um Búðardal (Vesturbraut). Vegagerðin hefur nú uppfært tillögurnar í samræmi við umræður á fundinum og verða þær birtar til umsagnar á vef Dalabyggðar, www.dalir.is. Áhugasömum er hér með gefið tækifæri til að gera athugasemdir við …

Skólastefna Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Drög að skólastefnu Dalabyggðar eru auglýst til umsagnar. Þau eru unnin af fræðslunefnd ásamt áheyrnarfulltrúum foreldra og starfsmanna, auk skólastjóra síðastliðinn vetur. Tímafrestur til að skila athugasemdum er til 30. október 2014 og skal komið til skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal eða á netfangið dalir @dalir.is. Drög að skólastefnu Dalabyggðar Sveitarfélagið Dalabyggð hefur valið hugtakið ræktun sem einkunnarorð og …