Garðyrkufélag Dalabyggðar – fyrirlestrar

DalabyggðFréttir

Garðyrkjufélag Dalabyggðar stendur fyrir tveimur fyrirlestrum í Leifsbúð. Sá fyrri verður 15. apríl kl. 20:00 og er um matjurtaræktun. Sá síðari verður 29. apríl kl. 20:00 og er um skógrækt í Dölum. Frítt er inn á fyrirlestrana og allir eru velkomnir. Heimilisgarðurinn – ræktun matjurta Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræðingur flytur erindi um ræktun matjurta í heimilsgarðinum þriðjudaginn 15. apríl kl. 20:00 …

Íþróttamót Glaðs

DalabyggðFréttir

Glaður heldur sitt árlega opna íþróttamót á fimmtudaginn 1. maí og hefst mótið stundvíslega kl. 10. Keppt er í opnum flokki, polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokkum. Keppnisgreinar eru mismunandi eftir flokkum, en keppt er í fjórgangi, fimmgangi, tölti og 100 metra skeiði. Síðasti dagur skráninga og greiðslu skráningargjalda er þriðjudagurinn 29. apríl. Nánari upplýsingar um skráningu er að …

Samgöngumál – bókun sveitarstjórnar

DalabyggðFréttir

Samgönguráð vinnur nú að gerð stefnumótandi samgönguáætlunar fyrir árin 2015-2026 ásamt verkefnaáætlun fyrir fyrsta fjögurra ára tímabil hennar. Samgönguráð hefur yfirumsjón með gerð tillagna að samgönguáætlun. Samgönguáætlun tekur til fjáröflunar og útgjalda til allra greina samgangna, þ.e. flugmála, vegamála og siglingamála, þ.m.t. almenningssamgangna, hafnamála, sjóvarna, öryggismála og umhverfismála samgöngugreina. Bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar 15. apríl Sveitarstjórn Dalabyggðar hvetur til þess að …

Safnadagur Vesturlands

DalabyggðFréttir

Fyrsti sameiginlegi safnadagurinn á Vesturlandi verður sumardaginn fyrsta, 24. apríl. Söfn, sýningar og setur á Vesturlandi verða opin og aðgangur verður ókeypis. Safnadagurinn er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Vesturlandi. Markmiðin með Safnadegi Vesturlands er að vekja athygli heimamanna og gesta þeirra á fjölbreyttu starfi safna, sýninga og setra á Vesturlandi auk þess að efla sögu og menningartengda ferðaþjónustu …

Fjalla-Eyvindur í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Kómedíuleikhúsið sýnir Fjalla-Eyvind í Tjarnarlundi 24. apríl, sumardaginn fyrsta kl. 20:30. Miðaverð er 2.500 kr. og enginn posi. Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi, enda í útlegð í fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaldrar sínir. Eyvindur var mikill hæfileikamaður, smiður góður, fimur mjög og meira …

Firmakeppni Hesteigendafélagsins í Búðardal

DalabyggðFréttir

Árleg firmakeppni Hestaeigendafélagsins í Búðardal verður haldin á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl á reiðvellinum í Búðardal kl. 13. Dagskráin hefst með hópreið frá hesthúsahvefinu á reiðvöllinn. Keppt verður í polla- (teymt undir), barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokkum. Skráningar eru á staðnum. Undanfarin ár hefur yngri kynslóðin verið sérstaklega dugleg að mæta til keppni í búningum og búin að skreyta …

Fjarskiptamál – Framtíðarfyrirkomulag alþjónustu

DalabyggðFréttir

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt umræðuskjal á heimasíðu sinni um framtíðarfyrirkomulag alþjónustu varðandi þá skyldu innan alþjónustu, að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið. Bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar 15. apríl Sveitarstjórn Dalabyggðar hvetur til þess að Póst- og fjarskiptastofnun hefjist þegar í stað handa við gerð áætlunar um ljósleiðaravæðingu landsins alls. Miðað við fyrirliggjandi gögn ætti að vera raunhæft að tengja þá …

Ársreikningur Dalabyggðar 2013

DalabyggðFréttir

Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2013 fyrir A og B-hluta voru 675,5 millj. kr., en rekstrargjöld 635,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var jákvæð um 40,0 millj. kr. Fjármunagjöld umfram fjármunatekjur námu 18,2 millj. kr og rekstrarniðurstaða því jákvæð um 21,8 millj. kr. Í A hluta voru rekstrartekjur 563,2 millj. kr., rekstrargjöld 513,9 millj. kr. og fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld …

Spilakvöld og páskabingó í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Nemendafélag Auðarskóla stendur fyrir félagsvist og bingói í Tjarnarlundi á fimmtudag og laugardag. Félagsvist Hið árlega spilakvöld í Tjarnarlundi í Saurbæ verður haldið á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl kl. 20. Þátttökugjald er 700 krónur. Sjoppa og posi á staðnum. Allur ágóði kvöldsins rennur til Lúkasar (hjartahnoðstækis) Páskabingó Hið árlega páskabingó í Tjarnalundi í Saurbæ verður haldið á laugardaginn 19. apríl …

Páskabingó

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir verður með páskabingó þriðjudaginn 15. apríl kl. 17 í Dalabúð. Öll innkoma rennur beint í söfnun sjúkraflutningsmanna fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki til að hafa í sjúkrabíl í Búðardal.