Borgarafundur á Hótel Vogi

DalabyggðFréttir

Trausti Bjarnason hefur boðað til almenns borgarafundar að Hótel Vogi á Fellsströnd, mánudaginn 24. mars næstkomandi klukkan 20. Fundarefni eru samgöngu-, raforku-, fjarskipta- og önnur mál. Boðaðir hafa verið á fundinn allir þingmenn Norðvesturkjördæmis ásamt fulltrúum frá Vegagerðinni, Rarik og aðilum sem hafa með fjarskiptamál svæðisins að gera. Íbúar Dalabyggðar og nærsveita eru hvattir til að mæta á fundinn og …

Jón frá Ljárskógum

DalabyggðFréttir

Aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum verður minnst í Dalabúð laugardaginn 29. mars næstkomandi milli klukkan 15:00 og 18:00. Dagskrá Myndasýning á tjaldi Hilmar B Jónsson sýnir um 50 myndir úr safni föður síns og eigin safni. Kaffiveitingar Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir Tónlist Halldór Þ Þórðarson stjórnar Þorrakórnum. Lög og ljóð Jóns frá Ljárskógum Dallilja Sæmundsdóttir syngur nokkur lög Undirleikur Þorgeir Ástvaldsson Lestur …

Jóganámskeið

DalabyggðFréttir

Jóganámskeið sem áttu að vera laugardaginn 22. mars með Þórdísi Eddu Guðjónsdóttur falla niður af óviðráðanlegum ástæðum.

Fjórgangur í Nesoddahöllinni

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir keppni í fjórgangi laugardaginn 22. mars kl. 13 í Nesoddahöllinni Búðardal. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkum. Í barnaflokki verður keppt í hægu tölti, brokki, feti og fegurðartölti. Upplýsingar um skráningu er að finna á heimasíðu Glaðs. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 19. mars og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Aðalfundur Glaðs …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 110. fundur

DalabyggðFréttir

110. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 20. mars 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – Aðalfundarboð 2. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. – Aðalfundarboð Fundargerðir til staðfestingar 3. Byggðarráð Dalabyggðar – 138. fundur 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 139. fundur 5. Byggðarráð Dalabyggðar – 140. fundur 5.1. …

Hjóna – og paranámskeið

DalabyggðFréttir

Mæðgurnar Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur og María Játvarðardóttir félagsráðgjafi MA halda hjóna og paranámskeið í matsal Reykhólaskóla mánudagskvöldin 17. og 24. mars kl. 20:30 – 22. Markmið með námskeiðinu er að styrkja og efla hjónabönd og parsambönd. Áhersla er á að fyrirbyggja vandamál og ekki þurfa að vera vandamál til staðar til að fólk mæti. Markmiðið er að gera …

Rekstur Leifsbúðar

DalabyggðFréttir

Valdís Gunnarsdóttir hefur tekið að sér rekstur upplýsingarmiðstöðvar í Leifsbúð, umsjón með húsinu og sýningum. Valdís hefur þegar tekið við rekstrinum og mun opna húsið fyrrihluta aprílmánaðar. Valdís mun sjá um samskipti Dalabyggðar við Markaðsstofu og Upplýsingamiðstöð Vesturlands. Ferðaþjónustuaðilar í Dalabyggð eru hvattir til að setja sig í samband við Valdísi og koma til hennar upplýsingum um starfsemi sína.

Aðalfundur Rauðakrossins

DalabyggðFréttir

Aðalfundur Búðardalsdeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 13. mars næstkomandi í Auðarskóla kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Búðardalsdeild Rauða krossins

Íþrótta- og tómstundafulltrúi

DalabyggðFréttir

Dalabyggð, í samvinnu við Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) auglýsir starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að stýra metnaðarfullu og lifandi starfi. Starfshlutfall er 50% og skiptist þannig að starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Dalabyggðar er 30% og framkvæmdastjórn UDN 20%. Starfsmanni er ætlað að samþætta og efla íþrótta- og tómstundastarf í Dalabyggð og …

Töltmót í Nesoddahöllinni

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður heldur töltmót í Nesoddahöllinni laugardaginn 1. mars og hefst keppni stundvíslega kl. 13. Keppt verður í barna- (1 hringur hægt tölt og 1 hringur fegurðartölt), unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkum. Vakin er sérstök athygli á því að það verður keppt í kvenna- og karlaflokki, háð þátttöku þó. Skráningar eru í skráningakerfi hestamanna á slóðinni www.sportfengur.com. Nánari leiðbeiningar eru …