Sveitarstjórn Dalabyggðar 107. fundur

DalabyggðFréttir

107. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 17. desember 2013 og hefst kl. 18. Dagskrá Almenn mál 1. Skátafélagið Stígandi – ósk um áframhaldandi samstarf 2. Endurnýjun rekstrarleyfa fyrir Dalabúð og Árblik 3. Laugagerðisskóli – eignarhlutur 4. Skipun í nefndir og ráð Almenn mál – umsagnir og vísanir 5. Skýrsla starfshóps um starfsemi SSV Fundargerðir til staðfestingar …

Kynningardagur vegna tillögu á breytingu aðalskipulags Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Kynningardagur fyrir íbúa og hagsmunaaðila vegna tillögu um breytingu á aðalskipulagi, ásamt uppdrætti og greinagerð, verður föstudaginn 13. desember kl. 10:00-12:00 á skrifstofu skipulagsfulltrúa í stjórnsýsluhúsinu, Miðbraut 11, Búðardal. Samanber 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar eru eftirtaldar: · Afmörkun á svæði undir sorpurðun í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. · Færsla vegar við Fellsenda í Miðdölum á rúmlega …

Tómstundabæklingur vor 2014

DalabyggðFréttir

Óskað er eftir efni í Tómstundabækling Dalabyggðar sem verður gefin út í lok desember. Allir sem hafa hug á að halda námskeið fyrir börn og/eða fullorðna eru eindregið hvattir til að senda efni í bæklinginn hvort sem um er að ræða íþróttir, tómstundir, listir eða önnur menningartengd námskeið. Skilafrestur er til miðvikudagsins 17. desember. Það sem þarf að koma fram …

Jólaball í Erpsstaðafjósinu

DalabyggðFréttir

Jólaball verður í Erpsstaðafjósinu miðvikudaginn 11. desember kl 17:30. Jólasveinninn mætir á staðinn í spjall og tekur nokkur spor. Ostasmakk og tilboð á jólaísnum. Allir eru velkomnir.

Hundahreinsun

DalabyggðFréttir

Hundahreinsun í Búðardal fer fram föstudaginn 13. desember nk. kl. 15-18 hjá dýralækni að Ægisbraut 19. Hundahreinsun í dreifbýli fer fram samhliða garnaveikibólusetningu sauðfjár. Hundaeigendur í dreifbýli sem ekki eiga sauðfé eru beðnir um láta Gísla Sverri Halldórsson dýrarlækni vita af þeim hundum svo hægt verði að meðhöndla þá í sömu ferð. Samkvæmt samþykkt um hundahald í Dalabyggð sætir hundahald …

Jólatré við Dalabúð

DalabyggðFréttir

Þriðjudaginn 10. desember kl. 17:30 verður kveikt á ljósum jólatrésins við Dalabúð, á sama stað og í fyrra. Búist er við komu jólasveina á svæðið. Að venju verður dansað og sungið. Boðið verður uppá heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur í umsjón Vorboðans.

Aðalinngangur stjórnsýsluhússins

DalabyggðFréttir

Aðalinngangur stjórnsýsluhússins í Búðardal er lokaður vegna framkvæmda við hann. Á meðan getur þurft að ganga um inngang á vesturhlið, merktur lögreglu. Sýsluskrifstofa, lögregla og bókasafn eru til hægri á fyrstu hæð. Skrifstofa Dalabyggðar, félagsþjónusta og héraðsskjalasafn eru á á annarri hæð til vinstri. Gestir geta þá þurft að ganga gegnum sýsluskrifstofu til að komast á Héraðsbókasafnið.

Jólatónleikar Vorboðans

DalabyggðFréttir

Árlegir jólatónleikar söngfélagsins Vorboðans verða á aðventusamkomu í Breiðabólsstaðarkirkju á Skógarströnd, sunnudaginn 1. desember kl. 15. Kórstjóri Vorboðans og undirleikari er Þorkell Cýrusson og prestur er sr. Gunnar Eiríkur Hauksson í Stykkishólmi.

Jólaljósunum frestað

DalabyggðFréttir

Fyrirhugaðri jólatréssamkomu sem átti að vera við Dalabúð í dag 27. nóvember er frestað vegna veðurs. Nánar auglýst síðar.

Jólamarkaður í Króksfjarðarnesi

DalabyggðFréttir

Hinn árlegi jólamarkaður í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi verður haldinn laugardaginn 30. nóvember og sunnudaginn 1. desember kl. 13 – 18 báða dagana. Á boðstólum verða handunnir munir, kerti, greni, bækur og margt fleira. Kvenfélagið Katla selur kaffi og kökur. Söluaðilar eru handverksfélagið ASSA, Krabbameinsfélag Breiðfirðinga, Vinafélag Barmahlíðar, Björgunarsveitin Heimamenn, Nemendafélag Reykhólaskóla, Kvenfélagið Katla og Lionsdeildin á Reykhólum. Á laugardaginn verður …