Sykurmælingar

DalabyggðFréttir

Lionsklúbburinn í Búðardal ætlar í tengslum við alþjóðlega sykursýkisdaginn að bjóða íbúum Dalabyggðar og Reykhólahrepps upp á ókeypis sykurmælingu laugardaginn 16. nóvember í Samkaupum kl. 14-16 Þórður Ingólfsson læknir og Gróa Dal hjúkrunarfræðingur munu sjá um mælinguna. Sykursýki er falinn vágestur sem margir einstaklingar ganga með án nokkurrar vitneskju. En það getur haft í för með sér alvarlegan heilsubrest verði …

Árni Magnússon 1663-1730

DalabyggðFréttir

Í dag, 13. nóvember, eru 350 ár liðin frá fæðingu Dalamannsins Árna Magnússonar handritasafnara. Árni Magnússon var fæddur á Kvennabrekku 13. nóvember 1663. Foreldrar hans voru sr. Magnús Jónsson og Guðrún Ketilsdóttir. Ungur var hann sendur í fóstur til móðurforeldra sinna, Ketils Jörundssonar prófasts og Guðlaugar Pálsdóttur í Hvammi. Fyrstu menntun sína hlaut Árni hjá Katli afa sínum, sem var …

Rúllupylsukeppnin

DalabyggðFréttir

Sauðfjársetur á Ströndum og Slow food samtökin á Íslandi halda Íslandsmeistaramót í rúllupylsugerð í Sauðfjársetrinu á Ströndum laugardaginn 23. nóvember kl. 13. Þetta verður í annað skiptið sem keppnin er haldin. Árið 2012 var keppnin haldin í Króksfjarðarnesi. Þá fengu Strandamennirnir Matthías Lýðsson og Hafdís Sturlaugsdóttir í Húsavík, fyrstu verðlaun fyrir léttreykta rúllupylsu.Rúllupylsuuppskriftir þekkjast úr fornum og nýjum uppskriftarbókum en …

Norræni skjaladagurinn 2013

DalabyggðFréttir

Héraðsskjalasafn Dalasýslu verður með sýningu í tilefni norræna skjaladagsins laugardaginn 9. nóvember kl. 13-17 í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Yfirskrift skjaladagsins að þessu sinni er „Fjársjóðir úr fórum skjalasafnanna“. Í héraðsskjalasafninu eru eintómir fjársjóðir og gersemar og því úr vöndu að ráða. Fyrir valinu varð nýjasta viðbót safnsins, vísnasafn Einars á Laugum. Í lok október var safninu afhent …

Tíkur í bandi

DalabyggðFréttir

Tíkur í bandi verða með tónleika í Erpsstaðafjósinu laugardaginn 9. nóvember kl. 20:30.Létt stemming og ljúfir tónar í bland við jórtur og baul mjólkurkúnna. Enginn aðgangseyrir er inn á tónleikana, en baukur verður á staðnum fyrir þá sem vilja styðja við tónlist stelpnanna. Bandið Tíkur í bandi inniheldur 5 síungar stelpur sem elska alla tónlist. Þær hittust í biðsal X-Faktor …

Menningarráð Vesturlands 2014

DalabyggðFréttir

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki ársins 2014. Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 2013. Athugið að hér eru tvenns konar styrkveitingar auglýstar, annars vegar menningarstyrkir og hins vegar stofn- og rekstrarstyrkir og er því um tvö aðskilin umsóknarform að ræða. Auglýsingin er háð fjárlögum ársins 2014. Menningarstyrkir Tilgangur menningarstyrkjanna er að efla menningarstarfsemi á Vesturlandi. Árið 2014 mun …

Atvinnuráðgjafi SSV

DalabyggðFréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður með viðveru í Búðardal í 4. nóvember, 3. desember, 7. janúar, 4. febrúar, 4. mars, 1. apríl og 6. maí. Auk þess má alltaf panta heimsókn frá atvinnuráðgjafa utan auglýsts viðverutíma. Síminn á skrifstofu er 433 2310. Hlutverk atvinnuráðgjafa eru að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. Verkefni þróunar- og ráðgjafadeildar …

Íbúðir til leigu

DalabyggðFréttir

Íbúðalánasjóður hefur auglýst 22 eignir til leigu og er umsóknarfrestur til og með 30. október. Verða þær leigðar út frá 15. nóv eða fyrr eftir samkomulagi. Eignirnar eru auglýstar á Visir.is og Mbl.is. Þar er hægt að sækja um þær með því að senda inn umsókn á leiga@ils.is og þar á eingöngu að setja nafn eignar í efni (subject), nafn …

Haustfagnaður FSD -úrslit

DalabyggðFréttir

Á haustfagnaði Félags sauðfjárbænda er keppt í fjölmörgu tengdu sauðkindinni. Úrslit eru komin í öllum greinum. Nýr Íslandsmeistari í rúningi er Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki í Flóa. Þá var lamb nr. 358 frá Stóra-Vatnshorni valinn besti hrúturinn. Íslandsmeistaramót í rúningi 1. Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki. 2. Jón Ottesen, Ytri-Hólma. 3. Guðmundur Þór Guðmundsson, Kvennabrekku. 4. Arnar Freyr Þorbjarnarson, Harrastöðum. 5. …

Íbúakönnun 2013

DalabyggðFréttir

Í ár standa Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir íbúa- og þjónustukönnun í landshlutanum. Könnunin er mikilvæg því hún gefur mynd af áliti íbúa á hinum ýmsu málaflokkum í hinu daglega lífi, svo sem gæði farsímasambands, nettenginga, leikskóla o.s.frv. Niðurstöður eru svo sendar á sveitarstjórnir á Vesturlandi sem gagnast þeim í að sjá stöðu mála í sínum umdæmum. Þátttaka hefur gengið …